fbpx
Orri vefur

Hörku FRAM sigur í Laugardalnum í kvöld

IMG_4396Strákarnir okkar í fótboltanum mættu Þór frá Akureyri í Inkassodeildinni í kvöld.  Leikið var í Laugardalnum við dásamlegar aðstæður, bæði völlurinn og veðrið.  Við gerðum jafntefli í  fyrri leiknum  og nauðsynlegt að fyrir okkur að fara að hala inn stig á heimavelli.  Ási enn að gera breytingar á okkar liði sem er eðlilegt þegar við erum ekki að vinna leiki, list vel á liðið í kvöld kraftmeiri mannskapur.
Leikurinn í kvöld byrjaði vel, Orri Gunnarsson lagði  boltann í þaknetið eftir c.a 25 sek. þegar hann fékk góða sendingu frá Indriða, gott mark, 1-0.  Við héldum áfram að sækja og létum finna fyrir okkur, settum annað mark á 17 mín. þegar  Guðlaugur Hlynur Birgisson setti boltann í netið eftir góða sendingu frá Indriða,  Indriði að vinna vel. Staðan 2-0.  Við vorum svo heppnir að fá ekki á okkur mark í næstu sókn/sóknum en sluppum vel.  Við vorum síðan betri það sem eftir lifði hálfleiks  þó við slökuðum kannski aðeins á, náðum ágætum sóknum en settum ekki fleir mörk, staðan í hálfleik 2-0.  Ágætur hálfleikur af okkar hálfu og útlitið bara gott fyrir þann síðari.
Við byrjuðum síðari hálfleik ekki nógu vel, við létum andstæðinginn  aðeins slá okkur út af laginu með hörðum leik, en þá þurfa menn að standa í fæturna og hafa hausinn í lagi.  Kannski áttum við að fá víti þegar brotið var á Alex en í staðinn fékk drengurinn rautt spjald, eitthvað sem hann þarf að fara að skoða. Veit ekki hvort þetta var rautt en Alex þarf að fara að aga sig aðeins án þess þó að fara að breyta um stíl. Flottur strákur sem gefur allt í leikinn og ég var ánægður að sjá hann í liðinu í kvöld.
Það var eins og við bættum bara í eftir að við urðum færri, allir okkar leikmenn að skila góðri vinnu sem er til fyrirmyndar.  Það var lítið um færi það sem eftir lifði leiks, Þórsarar misstu mann af velli og við fengum færi til að bæta við en undir blá lokin fengum við á okkur mark, lokatölur 2-1, góður FRAM sigur.
Ég skrifaði um kvenna leikiinn í gær og þar var vinnusemi leikmann til fyrirmyndar og það var aftur uppi á teningnum í kvöld.  FRAM liðið var gott í kvöld, góð barátta í liðinu allir að skila góðri vinnu,  það skilar alltaf árangri. Indriði, Orri og Guðlaugur voru flottir í kvöld en allir leikmenn að leggja sig fram og klárlega framfarir í okkar liði.  Vel gert FRAMarar og áfram á þessari braut.
Næsti leikur er á útivelli gegn Haukum, þar þurfum við að sýna sömu vinnusemi og dugnað, sjáumst á Ásvöllum .

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!