fbpx
vefur

FRAM Open 2016 skráningu að ljúka

IMG_2823Olli, Pétur, Gummi og Jón IMG_2828Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til leiks á skemmtilegasta golfmót sumarsins, FRAM Open 2016. Mótið fer fram á Öndverðarnesi  föstudaginn 5. ágúst.
Nú þegar þetta er skrifað er að myndast biðlisti þannig að þeir sem hafa áhuga á því að vera með þurfa að skoða sinn gang.  Mögulegt að við bætum við nokkum bráð skemmtilegum félögum en þá þurfa þeir að vera í stuði og bregaðst skjótt við.

Skráning er  í síma 533-5600 eða á ludvik@fram.is


FRAM Open hefur í gegnum tíðina einkennst af gleði, glaumi og snilldartilþrifum lærðra sem leikinna. Mótið er opið öllum Frömurum og velunnurum félagsins. Stemmningin sem skapast hefur á FRAM Open gerir það að verkum að gefa mætti út ríkisábyrgð fyrir skemmtilegum félagsskap en mótið tókst frábærlega í fyrra.

FRAM Open 2016 fer fram á golfvellinum Öndverðarnesi föstudaginn 5. ágúst og hefst klukkan 13:00.  Hyggilegt er að þátttakendur séu mættir á svæðið 45 mínútum fyrr. Ræst verður út á öllum teigum kl. 13:00.

Skráning er  í síma 533-5600 eða á ludvik@fram.is
Athugið að það sem koma þarf fram í skráningu er:

Nafn leikmanns
Kennitala leikmanns
Forgjöf leikmanns 
Ósk um að leika í holli með ?

Netfang allra þáttakenda

Keppnisgjaldið er kr. 8.500.- og þarf að greiða við skráningu. 

Veitt verða eftirfarandi verðlaun:

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum

Lengsta drive karla og kvenna

Flottasti búningur karla og kvenna

1.Sæti í höggleik karla og kvenna

Fyrstu 3 sætin í  punktakeppni karla og kvenna (ath sami einstaklingur getur ekki fengið verðlaun í höggleik og punktaleik)

Besta nýting vallar

Dregið úr skorkortum hjá þeim sem ekki hafa unnið verðlaun og eru á staðnum við verðlauna afhendingu.

Hámarks forgjöf karla er 24 og 28 hjá konum.

Innifalið er mótsgjald, teiggjöf og matur eftir mót. (Pottréttur að hætti koksins).

Mikilvægt að allir skrái sig snemma því mótið var fullt í fyrra.

Knattspyrnufélagið FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!