Knattspyrnunámsskeið ætlað stelpum á aldrinum 5-12 ára verður haldið vikuna 8.-19. ágúst (kl.09:00-12:00) á íþróttasvæði Fram í Safamýri.
Námsskeiðið er í umsjón Birgis Breiðdals, UEFA þjálfara í FRAM, sem hefur séð um stelpuknattspyrnunámsskeiðin undanfarin 5 ár.
Það verður létt kósýstemmning á námsskeiðinu í takt við stemmninguna og veðrið dag frá degi.
Farið verður í marga skemmtilega leiki, eitthvað nýtt ofurstuð verður brallað, í bland við gamalt og gott.
Farin verður ísferð upp í Ísbúð Háaleitis og Framísinn sívinsæli prófaður.
Það er komin áskorun á meistarflokk kvenna að spila leik við þær, sjáum til hvernig þær bregðast við því – ef af verður þá munu stelpurnar spila alvöruleik við meistaraflokkinn, það var tekið vel í áskorunina ☺
Tímatökurnar með skemmtilegum verðlaunum verða á sínum stað og ýmsar aðrar keppnir með verðlaunum í lok hverrar þrautar.
Í lok námsskeiðisins eru allar stelpur sem keyptu námsskeiðið leystar út með glæsilegum glaðningi ☺
Verð:
Ein vika (fimm dagar) kostar kr 9.000 (systkini kr 16.000)
Tvær vikur (tíu dagar) kosta kr 16.000 (systkini kr 30.000)
Stakir dagar kr 2.000
Skráning fer fram á framstulkur@gmail.com og einnig er hægt að hafa beint samband við Bigga þjálfara í síma 6998422.
Skráning er staðfest þegar greiðslu er lokið og skal lagt inn á reikning 101-26-88891 kt:270868-3719 og setja nafn stúlku í skýringu og senda svo staðfestingu á tölvupóstfangið framstulkur@gmail.com.
Ef eitthvað er óljóst þá endilega hafið beint samband við Bigga í síma 6998422, netfang framstulkur@gmail.com
Hlökkum til að sjá ykkur og endilega bjóðið vinkonum að koma með 🙂
Eins og sjá má á myndinni hér að ofan styrkti Ölgerðin stúlknanámsskeiðið okkar í fyrra með glæsibrag.
Ölgerðin gaf stúlkunum hverri og einni t.a.m. fótbolta sem þær sjást með á myndinni, einnig drykki og fullt af íþróttanammi. Stelpurnar voru alsælar með glaðninginn og námsskeiðið heppnaðist einkum vel í alla staði.
Við FRAMarar þökkum Ölgerðinni kærlega fyrir stuðninginn.
Fyrir hönd FRAM
Birgir Breiðdal
Umsjónarmaður námsskeiðisins