Það var sól og blíða í Hafnarfirðinum í kvöld þegar við mættum Haukum að Ásvöllum í Inkassódeildinni. Ekki margir á vellinum og þar af leiðandi ekki mikil stemming.
Við enn með breytt lið og jákvætt að heimamönnum er að fjölga í liðinu, það er ekki nóg þeir þurfa að sýna að þeir eigi rétt á því að vera í liðinu og að þeir vilji vera þar áfram. Allir þurfa að berjast fyrir sínu í liðinu.
Leikurinn í kvöld byrjaði ekki vel við fengum á okkur mark strax á 7. mín. Það var ágætur kraftur í leiknum og við vorum meira með boltann ef eitthvað var. Við fengum klárlega færi til að jafna leikinn f. hálfleik en því miður náðum við því ekki. Staðan í hálfleik 1-0. Ljóst að við þyrftum að gera betur en leikurinn jafn og ágætir möguleikar í stöðunni.
Síðari hálfleikur byrjaði rólega en við náðum svo að jafna leikinn á 63.mín. þegar Ivan Bubalo gerði ljómandi mark, gaurinn getur svo sannarlega skorað mörk. En svo fegnum við á okkur tvö mörk á 67 og 69 mín. ferkar ódýr mörk og við þurfum að gera betur en þetta. Gríðarlega svekkjandi að fá þessi mörk á sig þegar við vorum loks búinir að jafna. Eftir þetta dó leikurinn og við aldrei líklegir til að jafna leikinn. Lokatölur í kvöld 3-1.
Liðið okkar þarf að gera betur, það vantar kraft, baráttu og vilja í okkur til að vinna svona leiki. Ég held að ef við náum að laga okkar hugarfar þá eigum við eftir að gera mun betur. Þjálfarinn þarf að fara aðeins yfir þetta með okkar leikmönnum, við getum klárlega gert betur en það við sýndum í kvöld.
Næsti leikur er sex stiga leikur á heimavelli gegn Huginn. Við þurfum að mæta pínu geðveikir í þann leik, verðum hreinlega að vinna þann leik.
ÁFRAM FRAM