fbpx
U-17 Ísland 2016 vefur

Fréttir af U17 landsliði Íslands í Finnlandi

Unnar og Ivar u-17U-17 landsliðsfréttir frá Finnlandi, hvar við eigum tvo Framara í Íslenska landsliðinu á Norðurlandamóti U-17 ára landsliða, þá Unnar Stein Ingvarsson og Ívar Reyni Antonsson báðir fæddir árið 2000.

Unnar Steinn hefur verið fastamaður í hægri bakverði hjá 2. flokki Fram í sumar, en leikur á miðjunni í landsliðinu sem er jafnframt hans uppáhaldsstaða. Unnar Steinn á jafnframt einn eða tvo æfingaleiki að baki með meistaraflokki Fram. Ívar Reynir er framherji og fastamaður sem slíkur í A-liði 3. flokks Fram og hefur verið iðinn við kolann þar í markaskorun. Einnig hefur hann spilað nokkra leiki með B-liði 2. flokks og skorað með því nokkur mörk.

Þann 3. ágúst áttust við Íslendingar og Svartfellingar.
Þrátt fyrir að hafa verið miklu betri allan leikinn, þá töpuðu Íslendingar 0-1. Unnar Steinn var í byrjunarliðinu og spilaði fyrri hálfleikinn.
Ívar kom inná sem varamaður og spilaði 36 mínútur.

Þann 5. ágúst vann Ísland 3-1 Færeyjar.
Báðir okkar menn komu við sögu, Unnar Steinn spilaði allan leikinn á miðjunni og Ívar spilaði síðustu 10 mín sem fremsti maður.

Í dag (6. ágúst) mætti Íslenska liðið svo Svíum í lokaleik riðilsins – og höfðu betur 2-1 þar sem Framarinn Ívar Reynir Antonsson var með bæði mörk Íslands í þeim leik. Unnar Steinn kom inná í seinni hálfleik og spilaði u.þ.b. 20 mín – og Ívari var skipt útaf í kring um 70 mínútu.

Með þessum góða sigri á sterku liði Svía tryggði U-17 lið Íslands sér sæti í úrslitaleiknum þar sem þeir mæta landsliði Danmerkur á þriðjudaginn kemur.
ÁFRAM FRAM, ÁFRAM ÍSLAND

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email