fbpx
Góð

Handboltaskóli Fram 15. -19. ágúst

Handboltaskóli FRAM er handboltanámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára.

Námskeiðið fer annars vegar fram í Íþróttahúsi Fram í Safamýri og hins vegar í íþróttahúsi Ingunnarskóla í Grafarholtinu vikuna 15. – 19. ágúst.

Hópunum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig. Kennarar eru íþróttamenntaðir og handboltaþjálfarar hjá FRAM.

Í Safamýrinni verða allir (börn fædd 2002-2009) á sama tíma kl. 09:00-12:00.

Í Ingunnarskóla verður námskeiðið tvískipt:
kl. 09:00-12:00 (börn fædd 2006-2009).
kl. 13.00-16.00 (börn fædd 2002-2005).

Skráning er í fullum gangi á skráningarsíðu Fram.

Námskeiðsgjald er kr. 5.000-. Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Hópurinn vefur

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email