fbpx
FRAM-Huginn vefur

Flottur FRAM sigur í Laugardalnum

FRAM-Huginn 1Strákarnir okkar í fótboltanum mættu Huginn í Inkassódeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það var ágætlega mætt, óvenju líflegt á pöllunum og gott veður þó það hafi verið heldur haustlegt hjá okkur í stúkunni.
Leikurinn byrjaði vel, við tókum strax frumkvæðið  og héldum því í fyrri hálfleik. Við fengum nokkur ágætis færi, vorum meira með boltann og héldum boltanum vel innan okkar liðs.  Við náðum ekki að setja mark en vorum heldur ekkert í vandræðum varnarlega og markið okkar aldrei í hættu. Finn hálfleikur. Það var ljóst að við þyrftum að vera þolinmóðir og halda okkar skipulagi í þeim síðari.
Við mættum sprækir til síðari hálfleiks, héldum áfram að sækja og fengum nokkur góð færi, jafnvel algjör dauðafæri sem við hefðum átt að nýta.  Það koma svo að því á 77 mín. að við settum mark, Ivan Bubalo tók aukaspyrnu sem small í slánni og Dino Gavric skallað boltan í netið. Flott mark. Við bökkuðum full mikið fyrir minn smekk eftir markið og hleyptum austanmönnum aðeins inn í leikinn. Það var því kærkomið þegar við settum annað mark á 90 mín. Hlynur sendi þá góða sendingu inn á teiginn sem Indriði afgreiddi snyrtilega í markið, góður sigur því staðreynd.
Gríðarlega mikilvægur sigur sem við unnum vel fyrir í kvöld því sigur okkar var sanngjarn. Mér fannst okkar lið líta vel út í kvöld og margt gott. Við þurfum að byggja á þessum leik en við getum bætt við krafti og áræðnni í okkar leik.  Gríðarlega mikilvægur sigur, vel gert strákar.
Næsti leikur er á mánudag gegn Leikni F. fyrir austan en þar þurfum við að sýna okkar besta.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!