Handknattleiksdeild FRAM hefur gert 4 ára samning við Viktor Gísla Hallgrímsson. Viktor Gísli er fæddur árið 2000 og er ný orðinn 16 ára.
Viktor Gísli er markvörður, kemur upp úr yngriflokkastarfi FRAM og hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands. Viktor Gísli er einn af okkar ungu og efnilegu handboltamönnum sem verður gaman að fylgjast með á næstu árum.
Handknattleiksdeild FRAM