Handknattleiksdeild FRAM hefur gengið frá ráðningu Hallgríms Jónassonar sem aðstoðarþjálfara Guðmundar Helga Pálssonar þjálfara karlaliðs FRAM. Hallgrímur mun einnig sjá um markmannsþjálfun fyrir deildina.
Hallgrímur þekkir vel til hjá FRAM en hann hefur þjálfað yngriflokka FRAM til fjölda ára. Það er því fagnaðarefni að FRAM hafi tryggt sér krafta Hallgríms áfram.
Handknattleiksdeild FRAM