fbpx
FRAM - Hvíti Riddarinn kv II

Öruggur 7-1 FRAM sigur í Safamýrinni

FRAM - Hvíti Riddarinn kv IStelpurnar okkar í fótboltanum léku við Hvíta Riddarann í 1. deild kvenna í kvöld. Leikið var í Safamýrinni og ég held að okkar stelpum líði sérstaklega vel á FRAM grasinu.  Völlurinn loksins að verða boðlegur en hann hefur oftast verið betri en í sumar, veðrið dásamlegt og slæðingur af fólki á vellinum.
Stelpurnar byrjuðu leikinn í kvöld vel, náðu strax öllum völdum á vellinum og sótt stíft. Það skilaði árangri á 17 mín, þegar Anna Marzellíusar gerði gott mark og svo aftur á 30 mín. þegar Dagmar Ýr bætti við marki. Við fengum svo á okkur óþarfa mark á 41 mín. þegar við fengum á okkur víti. Staðan í hálfleik 2-1. Við miklu sterkari en þurfum að halda einbeitingu í svona leikjum.
Við byrjuðum síðar hálfleik vel, ljóst að við ætluðum ekkert að gefa eftir og mörkin fóru að detta inn.  Svandís Karlsdóttir setti mark á 52 mín, 3-1. Dagmar Ýr smellti einu á 65 mín, 4-1.  Svandís Karlsdóttir bætti við marki á 71 mín, 5-1.  Dagmar Ýr fullkomnaði þrennuna á 77 mín, 6-1.  Stelpan að spila vel í dag.
Bryndís María Theódórsdóttir kláraði svo leikinn með góðu skalla marki á 86 mín, lokatölur í kvöld 7-1.
Flottur leikur hjá okkar stúlkum liðið að spila mun betur en fyrri hluta sumars, unnum þetta lið 0-2 í fyrri leiknum og vorum í stögli lengi vel í þeim leik.  Við fengum mikið af færum í kvöld og áttum kannski að setja fleiri en það er ekki hægt að kvarta undan frammistöðunni í kvöld, áttum þennan leik með húð og hári.
Næsti leikur er eftir viku gegn KH á Valsvelli sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!