fbpx
Siggi gegn ir vefur

FRAM sigur í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í handbolta

Andri Þór, Gummi og ValdiReykjavíkurmótið í handbolta hófst hjá okkur í FRAM í kvöld með leik mfl. karla gegn Víkingi í Víkinni. Það hefur ekki farið mikið fyrir þessu móti og ótrúlegt hvað HSÍ sinni þessari íþrótt/móti  illa, felur sig baka við það að þetta sé mót á vegum HKRR ? Hvaðan koma flest handboltafélög á Íslandi, Reykjavík, HSÍ á að sjá um öll handboltamót á Íslandi, birta um þær auglýsingar, upplýsingar um leiktíma og úrslit.  Sjá um að senda upplýsingar á fjölmiðla osfv.  Á hsi.is ekkert að frétta,  Fimmeinn ekkert að frétta,  ég held að handboltinn þurfi að fara að skoða sín mál, þetta er nú bara mín upplifum í dag. Verð að taka á mig sök líka því ég vissi ekki að mótið væri hafið fyrr en í dag. Enginn auglýsing á fram.is samt er ég oftast í innsta hring, en var í fríi.  Skammast mín hreinlega fyrir hönd handboltans.
Leikurinn í kvöld var auðvitað eins og við var að búast haustbragur á öllum, jafnt til að byrja með og liðin skiptust á því að hafa forrustu.  Ekki mikið skorað í fyrri hálfleik staðan í hálfleik 11-11. Okkar lið hefur lítið spilað saman og margir sem ætluðu að sanna sig.
Síðari hálfleikur var skemmtilegur mikið fjör og mörg mistök á alla kanta.  Liðin skiptust á að hafa forrustu við heldur betri framan af en svo var allt jafnt.  Þegar 20 sek. voru eftir þá var jafnt Vækarar með boltann, við unnnum af þeim boltann og náðum að setja mark á loka sek. þegar Valdldimar Sigurðsson  fékk boltann og smellti honum í netið.  Lokatölur 25-26, flottur sigur í fyrsta leiks tímabilsins.
Leikur okkar í dag byggðist mikið upp á einstaklings framtaki vantaði upp á liðsheild en þegar það dettur inn sem það mun gera þá verðum við með gott lið. Við erum nefnilega að góðan hóp sem á eftir að gera góða hluti, munið mig um það. Góð byrjun á góðum vetri.
Næsti leikur er gegn Fjölni í næstu viku sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!