fbpx
FRAM fagn gegn Leikni vefur god

Tap gegn Leikni F. á Reyðarfirði

FRAM - Leiknir FStrákarnir okkar í fótboltanum skelltu sér í enn eina ferðina austur á land í dag þegar þeir mættu Leikni F. í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðafirði.  Alltaf sérkennilegt að spila inn svona um hásumar en við því er ekkert að segja og strákarnir voru hressir þegar þeir lögðu í flugið austur.
Leikurinn er dálítð á huldu ekki miklar fréttir að fá og engin lýsing á netinu. Dino Gavric setti mark fyrir okkur á 34 mín. eftir sendingu frá Ivan Parlov, gott mark að sögn heimildamanns.  Við misstum Hauk Lár af velli á 40 mín. sem var ekki gott, staðan í hálfleik 0-1.
Við fengum á okkur jöfnunnar mark á 56 mín. og Ivan Parlov fékk svo sitt annað gula spjald og þar með rautt  á 61 mín.  Við náðum svo að komast yfir á 82 mín. þegar við fengum víti og Indriði skoraði af öryggi, 1-2. Það hélt ekki lengi því við fengum á okkur mark aðeins þremur mín. síðar staðan 2-2.
Það var svo á síðustu andartökum leiksins sem við fengum á okkur mark og lokatölur í dag 3-2 tap staðreynd.
Ferlegt að ná ekki að halda út og landa allavega stigi. Ljóst að við verðum að gera betur og margir erfiðir leikir eftir í þessari hörku deild.
Næsti leikur er á laugardag gegn Keflavík á heimavelli í Laugardalnum, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email