fbpx
Elías gegn ír vefur

FRAM sigur á Reykjavíkurmótinu í handbolta

Daníel stærriStrákarnir okkar í handboltanum mættu Fjölni í Dalhúsum á Reykjavíkurmótinu í handbolta í kvöld.  Það var bara ágætlega mætt á leikinn, enginn bullandi stemming  en góður andi yfir handboltanum í Grafarvoginum.
Leikurinn var frekar jafn í fyrri hálfleik, við heldur með yfirhöndin en jafnt á flestum tölum. Mikið af misstökum á báða bóga og mikill haustbragur á leik liðanna, staðan í hálfleik 10-11.
Við tókum svo frumkvæðið í síðari hálfleik og vorum klárlega betri í þeim hálfleik. Við leiddum með 2-4 mörkum og þeir náðu einu sinni að minka muninn í eitt mark.  Við rulluðum okkar liði allir fengu að spila og þjálfarinn að prufa margt.  Liðið á enn eftir að spila sig betur saman en mér lýst vel liðið.  Lokatölur í kvöld 24-27.
Valdi var góður, Siggi Þorsteins að spila vel, Daníel fínn í markinu annars voru menn að spila ágætlega heilt yfir, en lítið að marka þetta eins og er.
Niðurstaðan, góður sigur, fín barátta í liðinu og þetta á bara eftir að batna.
Næsti leikur er á miðvikudag gegn KR á heimavelli í Safamýrinni, endilega kíkið við.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!