Stelpurnar okkar í fótboltanum mættu KH í 1. deildinni í kvöld en leikið var á Valsvelli. Þessi leikur var næst síðasti leikur okkar í deildinni í sumar en við siglum lygnan sjó í okkar riðli. Við erum að lenda í smá vandræðum með leikmenn en nokkrir af okkar leikmönnum eru núna að halda utan til náms, þannig að það eru forföll í okkar liði og verða fleiri í næsta leik.
Leikurinn í kvöld byrjaði eins og svo oft hjá okkur í sumar, við seinar í gang og ekki góðar til að byrja með.
Við fengum á okkur mark á 10 mín, við algjörlega sofandi. En það var eins og við áttuðum okkur þegar markið kom og við komum sterkar tilbaka. Leikur okkar batnaði til muna og við fengum nokkur góð færi sem við náðum ekki að nýta. Það var svo á 31. mín að Anna Marzellíussar setti mark eftir barning í teignum. Eftir markið róaðist leikurinn aðeins, jafnræði með liðunnum fram að hálfleik.
Staðan í hálfleik 1-1.
Við mættum sterkar til síðari hálfleiks, við settum inn ferskar fætur og við náðum ágætum tökum á leiknum. Unnum okkur jafnt og þétt inn í leikinn, fengum góð færi til að komast yfir, jafnvel dauðafæri en náðum ekki að setja mark fyrr en á 82 mín. Það var Dagmar Ýr sem skorðaði markið þegar hún afgreiddi sending/aukaspyrnu frá Bryndísi að mig minnir gríðarlega vel í netið, flott mark og kærkomið.
Við náðum svo að klára leikinn og góður sigur staðreynd.
Við spilum þennan leik í heildina vel, góður kraftur í liðinu, við börðumst vel og góður andi í liðinu. Þetta var hörkuleikur en ég held að þessi sigur hafi verið sanngjarn því við vorum mun betri í síðari hálfleik. Vel gert stelpur. Það er einn leikur eftir hjá stelpunum, hann verður á heimavelli í Safamýrinni gegn Skínanda eftir rúma viku, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM