fbpx
Partille vefur

Séræfingar í handbolta, námskeið í næstu viku

IMG_4385Í næstu viku verður boðið upp á skemmtilegar viðbótaræfingar fyrir 3. og 4. flokk.
Áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaðar æfingar þar sem farið verður í skotæfingar og gabbhreyfingar sem og varnarstöður „einn á móti einum“.

Mummi yfirþjálfari mun stýra æfingunum ásamt vel völdum aðstoðarmönnum.

Æfingatímar eru sem hér segir:
Þriðjudagur 23. ágúst kl. 06:30 – 07:30
Fimmtudagur 25. ágúst kl. 06:30 – 07:30
Laugardagur 27. ágúst kl. 09:30 – 12:00

Skráning fer fram á staðnum.
Verð: 3.900

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email