fbpx
Mót vefur

Vel heppnað fótboltamót FRAM um helgina

Mót IIDómínósCapríMótUm helgina hélt BUR Knattspyrnudeildar Fram mót fyrir 6. flokk drengja en í 6. flokki eru drengir fæddir 2006 og 2007.  Lið frá fjórum félögum tóku þátt að þessu sinni það er að segja Haukum, HK, ÍA auk Fram.  Leikið far í þremur tveggja tíma hópum þar sem leikið var á 5 völlum og á milli leikja gátu þátttakendur spreytt sig á þrautum og unnið til verðlauna með því að skjóta niður keilur eða skora hjá markvörðum 3. flokks en þeir stóðu vaktina frá kl.10 til 16. Leikið var í blönduðum liðum og en ekki í styrkleikaflokkum og voru því allir sigurvegarar í mótslok.

Þátttakendur voru um 300 talsins og voru allir þátttakendur leystur út með veglegum viðurkenningum í mótslok frá okkar frábæru styrktaraðilum Dominos Pizza og Capri Sun frá Innnes auk þess voru grillaðar voru pylsur ofan í allan mannskapinn.

Þess má geta að eitt gesta lið var frá 6. flokki stúlkna og stóðu þær sig frábærlega.

BUR þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og studdu við bakið á deildinni án þeirra hefði þetta mót ekki geta orðið að veruleika.

BUR þakkar einnig þeim félögum sem tóku þátt í mótinu og vonast til að sjá þau aftur að ári.

Hlekkur á myndir frá mótinu. https://photos.google.com/share/AF1QipO91bytp_t2qEhjYiAsDnR1wdfNn0Dw4REkkvhIWSOX4VipdHg84pGTdsI9kJcxXw?key=dnljNW5iMWtQWFNkZjdzZHhvSkdlbENCMjhwQmRn

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0