Um helgina hélt BUR Knattspyrnudeildar Fram mót fyrir 6. flokk drengja en í 6. flokki eru drengir fæddir 2006 og 2007. Lið frá fjórum félögum tóku þátt að þessu sinni það er að segja Haukum, HK, ÍA auk Fram. Leikið far í þremur tveggja tíma hópum þar sem leikið var á 5 völlum og á milli leikja gátu þátttakendur spreytt sig á þrautum og unnið til verðlauna með því að skjóta niður keilur eða skora hjá markvörðum 3. flokks en þeir stóðu vaktina frá kl.10 til 16. Leikið var í blönduðum liðum og en ekki í styrkleikaflokkum og voru því allir sigurvegarar í mótslok.
Þátttakendur voru um 300 talsins og voru allir þátttakendur leystur út með veglegum viðurkenningum í mótslok frá okkar frábæru styrktaraðilum Dominos Pizza og Capri Sun frá Innnes auk þess voru grillaðar voru pylsur ofan í allan mannskapinn.
Þess má geta að eitt gesta lið var frá 6. flokki stúlkna og stóðu þær sig frábærlega.
BUR þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og studdu við bakið á deildinni án þeirra hefði þetta mót ekki geta orðið að veruleika.
BUR þakkar einnig þeim félögum sem tóku þátt í mótinu og vonast til að sjá þau aftur að ári.
Hlekkur á myndir frá mótinu. https://photos.google.com/share/AF1QipO91bytp_t2qEhjYiAsDnR1wdfNn0Dw4REkkvhIWSOX4VipdHg84pGTdsI9kJcxXw?key=dnljNW5iMWtQWFNkZjdzZHhvSkdlbENCMjhwQmRn