fbpx
Ludvík th vefur

FRAM Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á KR í kvöld

Arnar og haddiÞó nokkrir gerðu sér ferð í FRAMhúsið að sjá okkar menn taka á móti KR á Reykjavíkurmótinu í handbolta í kvöld. Um úrslitaleik var að ræða því  með sigri gátu okkar menn tryggt sér titilinn. Það var ekki troðfull höll en jákvætt að stuðningsmenn liðsins séu að taka við sér eftir gott sumarfrí og fín mæting í kvöld.

Leikurinn byrjaði hægt og greinilegt að bæði lið ætluðu ekki að gefa tommu eftir. Fyrstu mínútur leiksins voru frekar harkalegar en þegar leið á leikinn dró verulega úr því. Fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum var sveiflukenndur. Þó svo að okkar menn hefðu frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn, skiptust þeir á að vinna 3-4 marka forystu og glundra því niður aftur, mikið um mistök, lélegan varnarleik og rangar ákvarðanir. Liðið rétti sig þó aðeins af undir lok fyrri hálfleiks og við náðum 3 marka forskoti undir lokin, staðan 11-8 í hálfleik.
Í seinni hálfleik var allt annað uppá teningnum, menn fóru að stíga upp og spila sem lið, þettu vörnina. Strax eftir 10 mín. leik í seinni hálfleik var munurinn orðinn 8 mörk okkur í hag, 20 – 12. Okkar menn héldu svo uppteknum hætti og juku forystuna hægt og rólega og sigldu fanta góðum sigri í höfn, lokatölur 36-20 og Reykjavíkurmeistaratitill staðreynd.
Enginn einn leikmaður skar sig sérstaklega úr heldur var þetta liðsheildin sem skilaði sigrinum. Verð  þó að hrósa Arnari Birki, Sigurði Þorsteins og Lúðvík fyrir frábæran seinni hálfleik.
Leikurinn einkenndist sem sagt, af svörtum og hvítum, fyrri og seinni hálfleik. Ef menn leggja sig ekki 100% fram í verkefnið uppskera þeir eftir því. Margir ljósir punktar hjá okkar liði sem taka má úr leiknum og undirritaður bíður spenntur eftir því sem koma skal. Næsti lleikur er gegn Þrótti á heimavelli á föstudag, láttu sjá þig.

Til hamingju með titillinn FRAMarar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0