fbpx
Selko og Júlli vefur

Zeljko Óskar Sankovic og Vigfús Geir Júlíusson ráðnir yfirþjálfarar Fram

Selko og Júlli godVigfús og Júllí godÞeir Zeljko Óskar Sankovic og Vigfús Geir Júlíusson hafa verið ráðnir sem yfirþjálfarar hjá yngri flokkum Fram. Þeir taka við starfinu af Halldóri Þ Halldórssyni sem verið hefur yfirþjálfari yngri flokka félagsins frá því s.l. haust. Zeljko Óskar verður yfirþjálfari í 11 manna boltanum og Vigfús Geir verður yfirþjálfari í 7 manna boltanum.

Zeljko Óskar hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá meistarflokki félagsins á þessu tímabili ásamt því að vera afreksþjálfari akademíu Fram. Zeljko Óskar hefur víðtæka reynslu og menntun úr knattspyrnunni. Að loknum knattspyrnuferli sínum tók hann háskólapróf í þjálfunarfræðum og hefur hæstu gráðu menntunar sem knattspyrnuþjálfari (UEFA PRO). Zeljko Óskar er vel þekktur innan knattspyrnuhreyfingarinnar hér á landi, en hann flutti fyrst til Íslands árið 1997 og hefur þjálfað hjá liðum, BÍ, ÍBV, Vals, Víkings, Grindavíkur, HK, Breiðabliks og Fram. Auk þess hefur hann þjálfað hjá liðum í fyrrum Júgóslavíu og verið í þjálfara teymi yngri landsliða Serbíu.

Vigfús Geir, sem er með UEFA B gráðu (er að taka UEFA A gráðuna), er borinn og barnfæddur Framari sem æfði og spilaði upp alla yngri flokka félagsins. Hann snéri sér ungur að knattspyrnuþjálfun hjá félaginu og hefur þjálfað hjá Fram í 10 ár við góðan orðstýr. Vigfús Geir hefur verið natinn við að bridda upp á góðum hugmyndum og hrint í framkvæmd í yngriflokkastarfinu hjá Fram. Ein af þeim er 6. flokks boðsmót Fram sem hefur verið haldið s.l. tvö ár við mikla ánægju 6. flokks drengja og foreldra þeirra.

Með því að skipta yfirþjálfarastöðunni upp í tvö stöðugildi vonast stjórn barna- og unglingaráð Fram til að utanum hald við flokkana verði betra og markvissara. Yfirþjálfarar munu starfa náið og markvisst saman að skipulagi þjálfunnar í yngri flokkum Fram.

Stjórn barna- og unglingaráðs Fram býður þá Zeljko Óskar og Vigfús Geir velkomna til starfa – og þakkar um leið fráfarandi yfirþjálfara fyrir hans starf hjá félaginu og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Áfram Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!