fbpx
Vefur

Jafntefli á heimavelli í 1.deild kvenna.

FRAM Skín finAnna MStelpurnar okkar í fótboltanum mættu Skínanda í síðasta leik tímabilsins á heimavelli í Safamýrinni í kvöld.  Frábært veður, logn,nokkrir dropa og hlýtt.  Völlurinn okkar í Safamýrinni sem var orðinn þokkalegur, var hræðilegur í kvöld, eitthvað hafa sláttumenn okkar í GR klikkað svakalega og leiðinlegt að hafa hann svona í okkar síðasta leik.
Leikurinn í kvöld var bara ekki skemmtilegur því miður, fyrri hálfleikur daufur, ekkert um færi og leikurinn einkenndist af baráttu á miðjum vellinu.  Staðan í hálfleik 0-0.
Síðari hálfleikur var aðeins betri við fengum allavega færi og vorum líklega á köflum.  Kannski heppnar að fá ekki á okkur mark alveg í lokin en þetta var steindautt jafntefli.  Lokatölur 0-0.
Stelpurnar okkar stóðu sig í raun vel, það vantaði  leikmenn en það var góð vinnsla og barátta í stelpunum allan leikinn.  Allir að leggja sig fram og gáfu allt sem þeir áttu, meira biðjum við ekki um.
Þetta var eins og áður sagði síðasti leikur okkar á tímabilinu enduðum í 5 sæti í okkar riðli, sigur í 5 leikjum, jafnt í tveimur og tap í 7. Við byrjuðum illa en erum búnar að vera góðar í seinni hluta mótsins.
Flottur hópur sem við eigum, þurfum að halda honum áfram og byggja ofan á liðið.
Anna Marzellíusardóttir sagði mér eftir leik að hún væri hætt í fótbolta en ég bara trúi því ekki, stelpan búinn að spila vel í sumar. Þjálfari okkar til margra ára Hajrudin Cardaklija sagði líka að hann væri hættur og þökkum við FRAMarar honum fyrir frábært samstarf síðastliðin 3 ár.  Takk fyrir sumarið stelpur .

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!