fbpx
FRAM Reykjavíkurmeistari 2016.

Skyldu sigur gegn Þrótti í Safamýrinni

Arnar B gegn Þrótti

Strákarnir okkar í handboltanum kláruðu Reykjavíkurmótið í handbolta í kvöld þegar þeir fengu Þrótt í heimsókn í Safamýrina.  Það var ótrúlega vel mætt og létt yfir fólki enda fössari.
Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og við ekki nógu góðir að mér fannst. Við vorum latir í vörn og fengum full mikið af ódýrum mörkum á okkur.  Sóknarlega vorum við bráðir og leikur okkar einkenndist af einstaklings framtaki.  Við leiddum þó leikinn frá upphafi og staðan í hálfleik að mig minnir 16-13.
Síðari hálfleikur svipaður, við spíttum í og drógum úr til skiptis, allir að spila og pínu þreyta yfir liðinu. Lokatölur 33-26, skyldusigur.
Erfitt að segja mikið um þennan leik, Andri Þór var góður, Viktor Gísli átti góða innkomu í markið, annars var bara gott að komst vel frá þessum leik, enginn meiddist og allir kátir í lokin þegar við fengum Reykjavíkurmeistarabikarinn afhentan.
Næst er það bara úrvalsdeildin eftir tæpar tvær vikur, þá hefst alvaran. Fyrsti leikur gegn Gróttu á Nesinu 8. sept. Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email