Síðustu tvær vikurnar áður en skólar hófust á ný eftir sumarfrí (8.-19. ágúst), hélt Knattspyrnufélagið FRAM sitt árlega Stúlknaknattspyrnunámsskeið á Íþróttasvæði FRAM í Safamýri – það var í umsjón Birgis Breiðdals KSÍ B 5. stigs þjálfara FRAM, fimmta árið í röð.
Námsskeiðið er búið að festa sig heldur betur í sessi sem árlegur viðburður knattspyrnudeildar félagsins.Það er skemmst frá því að segja að þátttakan var mjög góð og allt að 50 stelpur mættu kátar og hressar til leiks.
Það er því óhætt að fullyrða að Stúlknaboltinn í FRAM er orðinn fjölmennur og blómlegur og samanstendur af skemmtilegum stelpum sem hafa mikinn áhuga á fótbolta. Einnig mættu margar nýjar stelpur til leiks og það er alltaf gaman að sjá ný andlit, sem skila sér svo í vetrarstarfið hjá FRAM.
Við gerðum margt skemmtilegt: Að sjálfsögðu var hefðbundinn knattspyrnuskóli alla daga en við gerðum líka ýmislegt annað. Við fórum t.d. í ratleiki, Minute to Win it, skruppum í tvær ísferðir í Ísbúð Háaleitis, svo voru tvær pizzaveislur í boði Dominos, svo eitthvað sé nefnt – allar stelpurnar fengu EM bolta frá Húsasmiðjunni, og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Einnig þökkum við öllum þeim sem komu að námsskeiðinu með einum eða öðrum hætti. Allar stelpurnar voru svo leystar út með skemmtilegum glaðningi í lok námsskeiðisins.
Þessi pistill á ekki að vera langur heldur er hann til að minna stelpur á að í FRAM er unnið flott fótboltastarf og margar stelpur æfa knattspyrnu hjá félaginu, undir dyggri umsjón frábærra þjálfara…svo ef þið eruð að byrja í boltanum og búið í FRAM-hverfunum, kíkið endilega til okkar á æfingu og það verður tekið vel á móti ykkur.
Þeir sem vilja forvitnast meir um námsskeiðið geta skoðað síðuna hans Bigga á Facebook og þar eru dagarnir tíu teknir fyrir í máli og myndum https://www.facebook.com/UEFACoachBiggi/
Áfram FRAM stelpur !!