Íþróttaskóli Fram fyrir 3 – 6 ára börn hefst í Íþróttahúsi Háaleitisskóla laugardaginn 14. janúar 2017.
3ja til 6 ára börn eru frá kl.10:45 til 11:45 (fædd ´11 – ´14)
Helsta markmið okkar á námskeiðinu í vetur er að börnin kynnist íþróttum á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt.
Helstu markmið eru síðan að æfa grófhreyfingar, jafnvægi, styrk , úthald og líkamsvitund, læra hópleiki og reglur í þeim og styrkja með því félagsfærni barnanna.
Auk þess á íþróttaskólinn að vera skemmtileg samverustund foreldra og barns. Við viljum benta ykkur á að skoða facebook síðu skólans “íþróttaskóli FRAM” þar er hægt að sjá hvað við höfum verið að gera síðastliðin ár.
Námskeiðið verður á laugardögum og hefst 14. jan. og lýkur 1. apríl (12 tímar).
Verð kr. 11.000.- (Systkinaafsláttur 1000 kr. á barn).
Allar nánari upplýsingar eru í síma 533-5600 í Íþróttahúsi Fram.
Skráning er hafin og fer fram á heimasíðu Fram https://fram.felog.is/ eða í símum 587-8800 / 533-5600.
Ekki er tekið við skráningum á staðnum.
Hægt er að fá aðstoð við skráningar í síma 533-5600/587-8800
Íþróttaskóli Fram fyrir börn 18 mánaða og eldri hefst í íþróttahúsi Ingunnarskóla laugardaginn 14. janúar 2017.
Námskeiðið verður á laugardögum, hefst 14. janúar og lýkur 1. apríl (12 tímar).
Verð kr. 11.000.- (Systkinaafsláttur kr. 1.000- á barn).
Í íþróttaskólanum í vetur verða þrír hópar:
09:00 – 09:45 18-30 mán. (fædd í júní. 2014-júní. 2015)
10:00 – 11:00 2 ½ árs- 4 ára (fædd í janúar 2013-maí 2014).
11:00 – 12:00 4 ára og eldri ( fædd 2012 og fyrr).
*skráning í hópa miðast við afmælisdag barns*
Vegna mikillar aðsóknar á síðustu námskeið er athygli vakin á því að takmarkaður sætafjöldi er í boði – fyrstir koma fyrstir fá.
Íþróttakennarar í íþróttaskóla Fram í Grafarholti verða Kristinn, Oddný og Valgerður.
Allar nánari upplýsingar eru í símum 587-8800 í Framheimilinu í Úlfarsárdal og 533-5600 í Íþróttahúsi Fram. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið ithrottaskoli.fram113@gmail.com.
Skráning er hafin og fer fram á heimasíðu Fram https://fram.felog.is/ eða í símum 587-8800 / 533-5600.
Ekki er tekið við skráningum á staðnum.
Sjáumst hress og kát.
Með íþróttakveðju
Almenningsíþróttadeild Fram