fbpx
Bubalo

Gríðarlega mikilvægur FRAM sigur í Laugardalnum

FRAM - HK 026 FRAM - HK 032Strákarnir okkar í fótboltanum mættu í kvöld HK í gríðarlega mikilvægum leik í Inkassódeildinn, leikið var í Laugardalnum við góðar aðstæður, þokkalega mætt en svakalega dauft í stúkunni.
Leikurinn byrjaði hálf leiðinlega, mikið um óþarfa pústra og ruddamennsku, einhver spenna í mannskapnum til að byrja með. Við náðum ágætum tökum á leiknum, vorum meira með boltann og gáfum engin færi á okkur.  Við gerðum gott mark á 20 mín. þegar Arnar Sveinn sendi boltann á hausinn á Ivan Bubalo sem kláraði færið vel.  Vel að þessu marki staðið hjá okkur.  Ivan Bubalo var ekki hættur hann gerði glæsilegt mark á 29 mín.  þegar hann tók boltann á lofti og þrumaði honum í hornið fjær. Hrikalega vel gert hjá drengnum.  Staðan 2-0 og útlitið bara gott. Það gerðist ekki mikið það sem eftir lifði hálfleiks, staðan í hálfleik 2-0.  Við vorum klárlega betri í þessum hálfleik, HK fékk ekki færi en við nýttum okkar vel.
Síðari hálfleikur var í raun ágætur, við gáfum engin færi á okkur, við sköpuðum nokkur góð færi í byrjum síðari hálfleiks, Indriði og Bubalo fengum báðir ágæt færi eins átti Indriði að gera betur þegar hann og Alex sóttu hratt 2 á 1 en við nýttum þessi færi ekki.  Við fengum á okkur mark á 71 mín.  úr víti þegar Stefano braut klaufalega af sér í teignum.  Þar með hleyftum við smá spennu í þennan leik, algjörlega að óþörfu. Við vorum svo stálheppnir að fá ekki á okkur mark í blálokin þegar andstæðingurinn fór illa með dauðafæri.  Lokatölur í kvöld 2-1,  gríðarlega mikilvægur  sigur, sem er fyrir öllu.
Þessi leikur fer ekki í neinar sögubækur fyrir skemmtanna gildi en gríðarlega  mikilvægur sigur sem mér fannst við vinna vel fyrir.  Allir að leggja sig fram sem er mjög jákvætt, liðið að spila vel lengst af.
Vel gert strákar, núna er bara að byggja á þessari spilamennsku  í næsta leik og ná meiri stöðuleika.
Næsti leikur er eftir rúma viku gegn Selfoss, sjáumst í sveitinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!