fbpx
Vefur

Þessir strákar urðu Íslandsmeistarar í 5. flokki í knattspyrnu fyrir 50 árum

Islandsmeistarar 5. fl.ka. 1966Þessir strákar sem urðu Íslandsmeistarar í 5. flokki í knattspyrnu fyrir 50 árum síðan ákváðu að hittast til að minnast tímamótanna. Einir þrír búa ytra og komust því ekki. “Það var töfrum líkast hversu auðvelt var að taka upp þráðinn í afslöppuðu og notalegu spjalli – suma hafði ég varla rekist á í þessa hálfu öld. Slíkur er máttur íþróttauppeldisins”. Þetta sagði Sigurður J Svavarsson fyrrum leikmaður 5. fl.ka í fótbolta  þegar þeir félagar hittust um helgina til að rifja upp gamla daga og frækna sigra á síðustu öld. Drengirnir mættu að sjálfsögðu í FRAMhúsið, skoðuðu húskynni og áttu notalega stund saman.  Við það tækifæri var smelt af mynd og hér má sjá myndir frá Melavelli 1966 síðan þegar hópurinn hittist um helgina.
Ég held að þetta íþróttauppeldi sem við erum að veita krökkum okkar alla daga sé vanmetið, þarna myndast tengsl og vinskapur sem menn og konur  búa að alla ævi, það er ómetanlegt og þessir drengir eru dæmi um það.

Sannarlega glæsilegur hópur FRAMara,
Íslandsmeistarar í fótbolta 1966 5. fl.ka.Aftari röð frá vinstri:
Alfreð Þorsteinsson, Sighvatur Blöndahl Magnússon, Björn Arnarson, Guðmundur Páll Arnarson, Sigurður S. Svavarsson, Ólafur Þór Jóhannsson, Bergsteinn Örn Gunnarsson Fremri röð frá vinstri: Sveinbjörn Valgeir Egilsson, Hlöðver Örn Rafnsson, Sigurjón Árni Ólafsson, Bjarni Jónsson.

Til hamingju strákar með titilinn 1966 og njótið vel.

ÁFRAM FRAM

Ljósmynd JGK

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!