Stelpurnar okkar í handboltanum léku sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í handbolta í dag, Olísdeildinni. Leikið var á Selfossi og var bara þokkalega mætt af okkar fólki sem er til fyrirmyndar.
Leikurinn byrjað strax nokkur fjörlega, dálítið um misstök á báða bóga, liðin aðeins að þreyfa fyrir sér. Jafn leikur og staðan eftir 10 mín. 5-6. Við sóttum svo í okkur veðrið þegar á leikinn leið, vorum samt í smá vandræðum varnarlega, vorum að fá á okkur full mikið af ódýrum mörkum. Staðan eftir 20 mín. 8-9. Við náðum svo góðum kafla í lokin, vörnin og markvarsla small sem skilaði auðveldum mörkum ásamt því að við spiluðum vel sóknarlega. Staðan í hálfleik 10-15. Ágætur hálfleikur hjá okkar stelpum.
Síðari hálfleikur byrjaði svo ágætlega við héldum okkar leik, stóðum ágætlega í vörn en vorum dálítið einum færri á þessum kafla sem flækir málin, staðan eftir 40 mín. 16-21. Ég hélt að við værum endanlega að fara að slíta okkur frá Selfoss á þessum kafla en þá fórum við að gera hluti sóknarlega sem gengu ekki upp og við gáfum Selfoss smá líflínu. En um leið og við fórum að spila okkar leik aftur þá tókum við völdin, staðan eftir 50 mín. 20-26. Við klárum svo þennan leik, samt ekki nógu vel, voru alltof væru kærar undir lokin og þurfum að klára svona leiki af fullum kraft,i lokatölur í dag, 24-28, öruggur FRAM sigur.
Við vorum fínar í þessum leik, margt gott, varnarleikur okkar að mestu góður, markvarslan góð, sóknarlega voru við alveg þokkalegar, gerðum 28 mörk. Í raun var þessi sigur aldrei í hættu og gott að byrja á sigri á erfiðum útivelli. Ragnheiður var var 7 mörk í dag, Steinunn 6, Hulda og Sigurbjörg 4 mörk.
Næsti leikur er eftir viku á heimavelli gegn Stjörnunni. Sjáumst í Safamýrinni.
ÁFRAM FRAM