fbpx
viktor-gisli

Barátta og gleði í Safamýri

fram-skinandi-og-fram-rvk-meist-027Undirritaður fór með strákunum í mat í hádeginu á Red Chili og var létt yfir hópnum í matnum og mikil spenna og stemning fyrir komandi átökum. Þó nokkrir FRAMstuðarar gerðu sér ferð í Safamýrina til þess að sjá strákana mæta liði ÍBV og stuðningurinn við liðið alveg hreint til fyrirmyndar.

Leikurinn sjálfur byrjaði af mikilli hörku og lítið skorað. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og tóku strax frumkvæði í leiknum og náðu mest 5 marka forskoti eftir 20 mínútna leik, 10 – 5. Undir lok fyrri hálfleiks virtust menn aðeins missa hausinn, nokkrar skrýtnar ákvarðanir, tæknifeilar og tapaðir boltar urðu liði ÍBV ákveðin líflína í hálfleiknum sem minnkuðu muninn í eitt mark.  Staðan í hálfleik 13-12 en vert er að taka fram að Viktor Gísli, 16 ára peyji var að verja vel og liðið að berjast eins og ljón.
Seinni hálfleikur var járn í járn en strákarnir misstu svolítið frumkvæðið í byrjun hálfleiksins. Liðin skiptust svo á að ná í 1 – 2 marka forystu og tapa henni niður.  Eyjamenn  náðu þó mest  3 marka forskoti og í stöðunni 16 – 19 þegar um 20 mín voru til leiksloka. Verður að viðurkennast að það kom svolítið út eins og eyjamenn væru að klára þennan leik. Þjálfarateymi liðsins brást heldur betur við, tók leikhlé og Þorsteinn Gauti settur aftur inná sem hafði verið að spila ágætan leik fram til þessa, þó aðallega varnarlega. Gauti eins og hann er kallaður, stóð heldur betur undir væntingum og setti þrjár sleggjur á stuttum tíma og hélt okkur inni í leiknum ásamt sturluðum vörslum af hálfu Viktors Gísla, sem ætlaði greinilega að fórna sér fyrir liðið og kom hlaupandi af hliðarlínunni og skutlaði á stöngina í einni vörslunni.
Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi, allt var í járnum, við komnir aftur með frumkvæði og staðan 25 – 24 þegar 5 mínútúr voru til leiksloka. Algjört klúður að ná ekki að knýja fram meira forskot úr þessari stöðu og eyjamenn jöfnuðu ekki bara heldur þegar rétt rúmlega mínúta var til leiksloka skoruðu eyjamenn úr hraðaupphlaupi eftir illa undirbúið skot í stuttri sókn og komust þannig einu marki yfir 25 – 26.
Þjálfarateymið lét sig ekki vanta inn í spennuna, tók leikhlé og lagði upp það sem þeir héldu að yrði síðasta sókn liðsins með aðeins 45 sekúndur til leiksloka. En eftir afdrifarík mistök í sóknarleik liðsins tapaðist boltinn og héldu flestir stuðningsmenn Fram að leikurinn væri þar með tapaður.  Strákarnir voru hins vegar á öðru máli, héldu haus, börðust og þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir komst Arnar Birkir inn í lélega sendingu og enginn annar en Þorsteinn Gauti jafnaði leikinn og kórónaði þannig ótrúlega frammistöðu í leiknum.
Jafntefli 26 – 26 staðreynd og eitt stig í hús sem hefðu að mati undirritaðs alveg getað verið fleiri í kvöld.
Það verður þó ekki hjá því komist í þessari umfjöllun að maður leiksins var klárlega hinn ungi Viktor Gísli sem varði 21 bolta í markinu og fórnaði legg og lim fyrir liðið. Þó svo að hægt sé að taka Viktor út úr þessu sem mann leiksins var það liðsheildin, gleði, barátta og karakter sem náði í eitt stig á heimavelli í dag gegn gríðarsterku liði eyjamanna.  Mikill stígandi í liðinu og ekkert nema veisla framundan hjá okkar mönnum.
Næsti leikur er á mánudag gegn Aftureldingu í Varmá, sjáumst þá.

Áfram FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!