Meistaraflokkur kvenna tók á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleiknum í Olís deildinni í vetur. Stjarnan með frábært lið og er spáð titlinum í vetur.
Leikurinn byrjaði fjörlega og jafnt á flestum tölum. Stjarnan þó heldur með frumkvæðið og var yfir í hálfleik 10 – 12. Steinunn féll í gólfið um miðjan hálfleikinn og skall með höfuðið í gólfið. Það leit ekki vel út. Hún jafnaði sig þó og kom fljótlega inná aftur. Verðum að vona að það sé ekkert alvarlegt.
Fram byrjaði vel í seinni hálfleik og staðan orðin jöfn 15 – 15 eftir um 10 mínútna leik í síðari hálfleik. Þá kom kafli þar sem hlutirnir gengu ekki nogu vel upp og Stjarnan náði aftur tveggja marka forystu. Fram jafnaði leikinn aftur og loka mínúturnar voru æsispennandi. Guðrún Ósk fór á kostum þessar mínútur og lokaði markinu. Stjarnan fékk síðustu sóknina þegar staðan var 21 -21 og var lengi í sókn. Hanna fór inn úr horninu þegar tíminn var að renna út en Guðrún varði vel frá henni.
Lokatölur því jafntefli 21 – 21.
Fram spilaði fína vörn lengst af í dag og sóknin einnig ágæt. Hefðum samt getað nýtt dauðafærin okkar betur. Liðið var í heild að spila ágætlega í dag en getur þó betur. Gerðum fullmikið af mistökum. Eins og áður sagði þá átti Guðrún Ósk góðan leik í markinu og varði eina 18 bolta.
Mörk Fram skoruðu Ragnheiður 7, Sigurbjörg 5, Marthe 2, Hildur 2, Steinunn 2, Hulda 2 og Hekla 1.
Frábær baráttu leikur í dag.
ÁFRAM FRAM
Fyrir leikinn í dag fékk Ásta Birna Gunnarsdóttir viðkenningu frá FRAM fyrir að vera búinn að leika hvorki meira né minna en 400 hundruð leiki fyrir FRAM. Það er sannarlega glæsilegt og ekki á hverjum degi sem það gerist.
Takk fyrir okkur Ásta Birna.