fbpx
umfa-fram-ii-vefur

Tap í Mosó í Olísdeild karla

umfa-framStrákarnir okkar í handboltanum mættu í kvöld Aftureldingu í Olísdeildinni, leikið var í Mosó  og það var bara sæmilega mætt af okkar fólki.
Leikurinn byrjaði bara ágætlega, við bara sprækir fyrstu 10 mín. leiksins varnarlega og náðum að setja mörk án vandræða en vorum samt að gera tækni misstök sóknarlega, staðan eftir 10 mín. 4-3.
Næstu 10 mín. fóru svo með leikinn, við gerðum eitt mark á þessum tíma og fórum skelfilega með okkar færi. Staðan eftir 20 mín. 10-4.  Mjög slæmur kafli af okkar hálfu og við misstum tökin á leiknum. Við náðum lítið að bæta okkar stöðu fyrir hlé, staðan í hálfleik 15-8.
Það reyndi á nýja reglu í handboltanum sem gengur út á það að þurfi leikmaður aðhlynningu á vellinum þá ber honum að fara af velli í næstu 3 sóknir.  Dómarar leiksins virtust ekki kannast við þessa nýju reglu og gerðu ekkert eftir markvörðum UMFA þurfti að fá aðstoð inni á vellinum og þeir létu hann ekki víkja af velli eins og reglur segja til um ?  Svo sem ekki hægt að þeir viti allt þessar elskur,  en kannski veit ég ekki betur ? Gaman að vita hvort einhver er með þetta á hreinu þarna úti.  Því þarna fór besti maður þeirra ekki af velli á mjög krítískum kafla í leiknum.
Síðari hálfleikur varð ekkert skemmtilegur fyrir okkur FRAMara,  við náðum aldrei að ógna aðstæðingnum neitt að ráði, til þess spiluðum við því miður ekki nógu vel í kvöld.  Staðan eftir 40 mín, 19-13 og 25-18 eftir 50 mín.
Lokatölur í kvöld 32-25.
Við lékum ekki vel í kvöld, enginn sem stóð upp úr og allir okkar leikmenn geta gert betur, við fórum mjög illa með góð færi sem við sannarlega komum okkur í. Við fórum með 14 dauðafæri í þessum leik, 7 af línunni, 5 úr hröðum upphlaupum og 2 víti fóru í súginn.  Við verðum bara að nýta þessi flottu færi betur ef við ætlum að vinna leiki.  Varnarleikur okkar var á stundum þokkalegur en í heildina alltof gloppóttur.  Markvarslan var í stíl við varnarleikinn og var hreinlega slök.  Viktor Gísli var ekki með í kvöld en hann liggur heima veikur.  Við getum klárlega gert betur enþað er enginn tími til að velta sér mikið upp úr þessu því næsti leikur er á fimmtudag á heimavelli gegn Selfoss.  Þar þurfum við að sýna okkar bestu hliðar og veit að allir ætla að gera það á heimavelli.  Hvet FRAMara til að mæta í Safamýrina á fimmtudag og hvetja strákana.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!