Strákarnir okkar í handboltanum fengu nýliða Selfoss í heimsókn í Safamýrina í kvöld. Það var ágætlega mætt en það vantaði meiri stuðning frá okkar fólki, þetta þurfum við að bæta, við getum miklu betur.
Samt ekki hægt að kvarta því mætingin var góð og gleði í húsinu.
Strákarnir byrjuðu leikinn í kvöld vel, mikið líf í okkur sóknarlega, drengirnir greinilega einbeittir og ætluðu að selja sig dýrt í kvöld. Við skoruðum mikið til að byrja með en leikurinn jafn, varnarlega vorum við aðeins gloppóttir. Staðan eftir 10 mín. 7-5 og mikið fjör. Við héldum uppteknum hætti það gekk vel sóknarlega, Viktor og vörnin áttu góða spretti sem við nýttum okkur ágætlega. Staðan eftir 20 mín. 12-9. Selfoss gerði aðeins atlögu að okkur undir lok hálfleiksins en við stóðum það af okkur og kláruðum hálfleikinn með tveimur mörkum staðan í hálfleik 15-12. Fínn hálfleikur hjá okkar strákum og gaman í FRAMhúsi.
Við byrjuðum vel í síðari hálfleik, bættu fljótlega við tveimur mörkum og vorum komnir 5 yfir eftir 6 mín. leik. Staðan eftir 40 mín. 20-15. Bullandi sjálfstraust í drengjunum og kraftur. Við héldum svo sjó næstu 10 mín. en lentum í smá basil með að skora á kafla. Staðan eftir 50 mín. 23-20. Við bættum svo í og vorum 5 mörk yfir eftir 55 mín. en þá kom smá hikst sem við náðum að leysa og klára leikinn með stæl. Lokatölur í kvöld öruggur sigur 31-27.
Strákarnir léku vel í kvöld, mikil barátta í liðinu, allir að leggja sig fram, miklu færri feilar en í síðasta leik ásamt því að sóknarleikur okkar gekk vel. Við lékum ágætlega varnarlega, Viktor var góður í markinu og bullandi gleði í mannskapnum. Allt þetta er góð uppskrift af góðum leik, við þurfum að halda áfram á þessari braut og þá eigum eftir að vinna marga leiki í vetur. Gauti, Arnar Birkir og Viktor voru allir góðir, aðrir í liðinu spiluðum mjög vel og skiluðum flottu dagsverki. Glæsilegt drengir.
Næsti leikur er eftir slétta viku að Ásvöllum , það verður hörkuleikur og við þurfum að fjölmenna á þann leiki.
ÁFRAM FRAM