fbpx
Ragnheidur gegn ibv vefur

Öruggur sigur gegn Haukum í Olísdeild kvenna

Steinunn gegn ÍBVMeistaraflokkur kvenna lagði í langferð í dag til Ásvalla í Hafnarfirði til að leika við Hauka í þriðju umferð OLÍS deildar kvenna. Haukar hafa byrjað vel í vetur og unnið báða sína leiki á meðan Fram hafði unnið einn leik og gert eitt jafntefli.  Það var því ljóst að um erfiðan leik yrði að ræða.
Leikurinn var í jafnvægi fyrstu mínúturnar en Fram þó með yfirhöndina.  Upp úr miðjum hálfleiknum náði Fram nokkurri forystu en Haukar náðu að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleik en þá var staðan 13 – 14 Fram í vil.
Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað, Fram með nokkurra marka forystu fljótlega en það gekk erfiðlega að slíta sig frá Haukum.  Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka hafði Fram náð fjögurra marka forystu 18 – 22 sem hélst óbreytt til leiksloka.  Lokatölur 20 – 24 fyrir Fram.  Góður sigur.
Fram var að spila að mörgu leiti vel í dag.  Vörnin að standa vel þó að stundum brysti leikmenn þolinmæði.  Guðrún Ósk góð í markinu að venju og var að verja marga mjög góða bolta.
Sóknarleikurinn oft á tíðum góður þó að stundum hefðu menn mátt gefa sér svolítið lengri tíma til að fá góð færi. En í heild fínn sóknarleikur.
Leikurinn í heild góður og gott að vinna sterkt lið Hauka á þeirra heimavelli með fjórum mörkum.
Guðrún Ósk góð í markinu eins og áður sagði með 15 varin skot.
Mörk Fram skoruðu; Steinunn 6, Ragnheiður 6, Marthe 5, Hekla 2, Hildur 2, Rebekka Rut 1, Sigurbjörg 1 og Hulda 1.
Næsti leikur er útileikur á móti Haraldi Þorvarðarssyni og Fylki á föstudaginn kemur.

Áfram Fram.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!