Fimm leikmenn úr 2. flokki Fram skrifuðu í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fram. Tveir þeirra, Arnór Siggeirsson og Ágúst Hilmarsson eru fæddir 1998 og eru á sínu síðasta ári í 2. flokki. Þrír drengjanna, Haraldur Einar Ásgrímsson, Ívar Reynir Antonsson og Már Ægisson, eru fæddir árið 2000 og eru að hefja sitt fyrsta tímabil með 2. flokki félagsins. Stjórn knattspyrnudeildar Fram bindur miklar vonir við þessa leikmenn og telur að þeir eigi framtíð fyrir sér í meistaraflokki á komandi árum. Það er því fagnaðarefni fyrir knattspyrnudeild Fram að hafa tryggt sér þjónustu þessara ungu og efnilegu leikmanna.
Á myndinni eru frá vinstri; Hermann Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar, Haraldur Einar Ásgrímsson, Arnór Siggeirsson, Ágúst Hilmarsson, Ívar Reynir Antonsson og Már Ægisson