fbpx
fram-selfoss

FRAMarar komum, sáum og sigruðum að Ásvöllum

arnar-birkirStrákarnir okkar mættu á Ásvelli með erfitt verkefni fyrir höndum, að mæta Haukum. Þó að stuðningsmenn vildu meina að þetta ætti að vera klippt og skorið, skella gríðarsterku Haukaliði og fara með tvö stig heim, verður að segja að svo einfalt var það ekki.
Á fyrstu mínútum leiksins virtist svo að strákarnir ætluðu ekki að mæta til leiks. Götótt vörn gerði það að verkum að heimamenn komust fljótt yfir í leiknum og staðan eftir fáeinar mínútur 6  – 2 heimamönnum í vil. Strákarnir hleyptu þeim þó ekki lengra yfir en það og héldu í heimamenn þangað til þjálfari liðsins, Guðmundur Helgi, tók leikhlé og messaði yfir mönnum og óskaði eftir mætingu í leikinn af hálfu strákanna. Staðan þá 10 – 8 fyrir Haukum og greinilegt að mikið yrði skorað í leiknum.
Virkaði leikhléð eins og í sögu og liðið drifið áfram af ótrúlegum sóknarleik Arnars Birkis og við komumst yfir 12 – 13 eftir 20 mínútna leik. Með nokkrum fínum vörslum frá Viktori Gísla og ótrúlegra góðri sóknarnýtingu náðu okkar menn tveggja marka forskoti þegar flautað var til hálfleiks.
Staðan 18 – 20 fyrir Fram.
Seinni hálfleikur var járn í járn. Liðin skiptust á að halda 1 – 2 marka forystu og ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega góðan sóknarleik liðsins, harðfylgi og  ótrúlega skotnýtingu hornamannanna þeirra Andra Þórs og Þorgeirs Bjarka í byrjun seinni hálfleiks hefði þetta farið öðruvísi. Staðan eftir 15 mínútur í seinni hálfleik 28 – 29 fyrir okkar strákum. Það voru svo stoðsendingar, klókindi og ótrúlegur leikur Arnars Birkis og samleikur hans með Gauta sem skóp sigurinn að lokum. Einnig er vert að minnast á að Valtýr sem kom í markið tók nokkrar mjög mikilvægar vörslur um miðjan seinni hálfleikinn og undir lok leiks.
Í dag söknuðum við varnarleiks liðsins og fengum við á okkur 37 mörk en það skiptir svo sem ekki alveg öllu þegar við skorum fjórum meira og  spilum magnaðan sóknarleik eins og í kvöld.
Lokastaðan í dag 41-37 fyrir strákunum okkar sem áttu sigurinn fyllilega skilið.
Okkar leikmenn höfðu trú á verkefninu og frábært þegar barátta, liðsheild og seigla skilar sigri. Það er augljóst og skemmtilegt að sjá að okkar strákum finnst GAMAN í handbolta og allir tilbúnir að fórna sér fyrir liðið.

Næsti leikur er á miðvikudag gegn liði Vals að Hlíðarenda. Mætum og styðjum strákana okkar til sigurs!

Áfram FRAM!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!