fbpx
Guðrun gegn Fjolni vefur

Öruggur FRAM sigur á Fylki í mfl. kvenna

HildurFram hélt í Arbæinn í kvöld og lek við Fylki sem eru undir stjórn  Haraldar  Þorvarðarsonar fyrrum aðstoðarþjalfara hjá Fram. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega.  Fram með forustu eitt til tvö mörk. Fylkir aldrei langt undan.  Síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik náði Fram þó að auka muninn í  fjögur mörk. Staðan 13 – 9  Fram í vil.
Í upphafi seinni hálfleiks náði Fram að auka muninn og eftir 10 mínútur var staðan orðin 19 – 11 Fram í vil.  Eftir það var aldrei spurning um það hvernig leikurinn færi heldur bara hversu mikill munurinn yrði.  Fylkir náði ekki að minnka muninn og lokatölur urðu 28 – 20. Öruggur Fram sigur.
Fram var að spila heilt yfir vel í kvold.  Vörnin að standa vel sérstaklega þegar líða tók á leikinn.  Markvarslan til fyrirmyndar eins og hún hefur  verið í haust. Sóknarleikurinn einnig að ganga vel á löngum köflum þó að stundum hefði verið hægt að gera aðeins betur.
Ekki er hægt að taka einstaka leikmenn út úr en það er þó rétt að nefna  Guðrúnu Ósk í markinu og Hildi Þorgeirsd. sem var að leika mjog vel. Skoraði mörg  mikilvæg mörk og fann einnig samherjana á linunni.
Í það heila fínn leikur og gott að fara í tveggja vikna frí taplausar.
Guðrún Ósk  varði 20 skot í markinu og Heiðrún kom inná í lokin og varði eitt skot.
Mörk Fram skoruðu;  Hildur 6, Steinunn 5, Sigurbjörg 4, Marthe 3, Ragnheiður 3, Hekla 2, Rebekka 2, Guðrún Ósk 1, Elísabet 1 og Elva Þóra 1.
Að lokum er gaman að geta þess að Hafdís Iura kom aðeins inná í þessum leik í fyrsta sinn síðan hún sleit krossbond fyrir um ári siðan. Velkomin á völlinn aftur Hafdís.

Áfram Fram

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!