Strákarnir okkar í handboltanum mættu Val að hlíðarenda í Olísdeildinni í kvöld, það var illa mætt á leikinn í kvöld, sennilega hefur leiðinlegt veður eitthvað með það að gera, við samt helmingur af þeim sem mættu. Vel gert FRAMarar. Strákarnir samt í góðu formi og mættu ferskir á leikstað.
Leikurinn í kvöld byrjaði mjög vel, liðið okkar að spila af krafti, sóknarleikurinn gekk ágætlega en vörnin aðeins gloppótt. Staðan eftir 10 mín. 4-4. Leikurinn var í jafnvægi næstu tíu mínútur eða svo, liðin skiptust á að skora, staðan eftir 20 mín. 8-8. Andri að spila vel fyrir okkur á þessum kafla. Við vorum svo með yfirhöndina það sem eftir lifði hálfleiks, vorum skynsamir sóknarlega og vörnin bara góð þegar leið á leikinn. Settum þrjú síðustu mörk hálfleiksins og staðan í hálfleik 12-14. Mjög flottur hálfleikur af okkar hálfu, fínn sóknarleikur, vörn og markvarsla batnaði þegar á hálfleikinn leið. Það var því spenna fyrir síðari hálfleik en ljóst að við þyrftum að spila vel til að klára þennan leik.
Síðari hálfleikur byrjaði ekki nógu vel, varnarleikur okkar ekki að virka vel og sóknarlega vorum að gera full mikið af mistökum, staðan eftir 40 mín. 18-17. Við náðum okkur ekki nógu vel á strik sóknarlega, vorum að fara illa með færin og náðum illa að loka vörninn, vorum að klikka illa að mér fannst. Viktor að halda okkur inni í leiknum en munurinn bara mark til eða frá. Staðan eftir 50 mín. 23-21. Leikurinn var svo jafn næstu mínútur en við að gera of mikið af mistökum, staðan eftir 55 mín. 25-24. Þá sprungum við, fórum að flýta okkur og það kostaði okkur stigin í kvöld. Við tók áhættu sem kom í andlitið á okkur, lokatölur 31-25. Við spiluðm síðari hálfleikinn ekki nógu vel, varnarlega vorum við að fá á okkur mjög ódýr mörk, sóknarlega vorum við ekki nógu frískir og nýttum góð færi ferlega illa. Samt margt gott hjá okkar strákum sérstaklega í fyrri hálfleik, við lögðum okkur fram en kannski vantaði reynslu og yfirvegum undir lokin.
Næsti leikur er á heimavelli eftir 10 daga gegn Akureyri, það verður tvíhöfði í Safamýrinni því stelpurnar fá Gróttu í heimsókn, það ætti enginn að missa af þessum leikjum. Sjáumst.
ÁFRAM FRAM