fbpx
arnor-dadi-vefur

Fram og Arnór Daði semja til tveggja ára

arnor-dadi-adalsteinssonKnattspyrnudeild Fram og Arnór Daði Aðalsteinsson hafa gert með sér samning um að Arnór Daði leiki með Fram næstu tvö árin. Um framlengingu á fyrri samningi er að ræða en Arnór Daði, sem er 19 ára, er einn af efnilegustu varnarleikmönnum landsins. Hann er uppalinn í Fram og lék 9 leiki með í Inkasso-deildinni í sumar, ýmist sem bakvörður eða miðvörður.
Arnór Daði á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans, Aðalsteinn Aðalsteinsson, lék um árabil með Víkingi og var þjálfari yngri flokka hjá Fram í 8 ár.

Knattspyrnudeild Fram lýsir yfir mikilli ánægju með að tryggja sér krafta Arnórs Daða næstu tvö árin að minnsta kosti.

Knattspyrnudeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!