Knattspyrnudeild Fram og Arnór Daði Aðalsteinsson hafa gert með sér samning um að Arnór Daði leiki með Fram næstu tvö árin. Um framlengingu á fyrri samningi er að ræða en Arnór Daði, sem er 19 ára, er einn af efnilegustu varnarleikmönnum landsins. Hann er uppalinn í Fram og lék 9 leiki með í Inkasso-deildinni í sumar, ýmist sem bakvörður eða miðvörður.
Arnór Daði á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans, Aðalsteinn Aðalsteinsson, lék um árabil með Víkingi og var þjálfari yngri flokka hjá Fram í 8 ár.
Knattspyrnudeild Fram lýsir yfir mikilli ánægju með að tryggja sér krafta Arnórs Daða næstu tvö árin að minnsta kosti.
Knattspyrnudeild FRAM