Heimir Ríkarðsson landsliðsþjálfari Íslands í handbolta U17 hefur valið 16 manna hóp vegna móts í Amiens í Frakklandi 3 – 5. nóvember n.k.
Hópurinn mun fljótlega koma saman til æfinga og verður æft eins og hægt er fram að móti.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessu landsliðshópi en þeir sem voru valdir frá FRAM að þessu sinni eru:
Ólafur Haukur Júlíusson Fram
Viktor Gísli Hallgrímsson Fram
Leikjaplan Íslands á mótinu (franskir tímar):
Fim. 3. nóvember kl. 20.00 Frakkland – Ísland
Fös. 4. nóvember kl. 18.00 Ísland – Sviss
Lau. 5. nóvember kl. 18.00 Ísland – Ungverjaland
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM