fbpx
Steinunn gegn stjörnunni II vefur

Baráttu sigur á heimavelli í Olísdeild kvenna

Guðrun OskFram tók á móti Íslandsmeisturum Gróttu i Olís – deildinni í dag. Þetta var leikur í  fimmtu umferð deildarinnar.
Leikurinn byrjaði fjörlega og var jafnt á flestum tölum.  FRAM heldur á undan en Grótta aldrei langt undan og Grótta  leiddi síðan með einu marki í hálfleik 9 – 10.
Fram náði að komast yfir fljótlega í seinni hálfleik og var yfirleitt með forustu sem þó var aldrei mikil. Eftir mikinn barning allan seinni hálfleikinn þá hafðist að hafa sigur með einu marki 20 – 19.
Góður baráttu sigur. Sóknarleikurinn ekki nógu góðurm of mikið af mistökum og eins og leikmenn horfðu ekki á markið.  Vörnin hins vegar að standa sig vel lengst af leiknum þar sem þurfti að sýna þolinmæði.  Markvarslan hefur einnig oft verið betri en í dag.  Í það heila góður baráttu sigur í erfiðum leik gegn Íslandsmeisturunum.
Guðrún Ósk varði 14 skot í markinu og mörk FRAM skiptust svona, Steinunn 7, Ragnheiður 4,  Hildur 3, Hekla 2, Sigurbjörg 2, Marthe 1, Hulda 1.
Góð tvö stig í dag og við enn á toppnum.  Næsti leikur verður hins vegar svakalegur, gegn Val að Hlíðarenda eftir slétta viku.
Áfram Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!