Fram tók á móti Íslandsmeisturum Gróttu i Olís – deildinni í dag. Þetta var leikur í fimmtu umferð deildarinnar.
Leikurinn byrjaði fjörlega og var jafnt á flestum tölum. FRAM heldur á undan en Grótta aldrei langt undan og Grótta leiddi síðan með einu marki í hálfleik 9 – 10.
Fram náði að komast yfir fljótlega í seinni hálfleik og var yfirleitt með forustu sem þó var aldrei mikil. Eftir mikinn barning allan seinni hálfleikinn þá hafðist að hafa sigur með einu marki 20 – 19.
Góður baráttu sigur. Sóknarleikurinn ekki nógu góðurm of mikið af mistökum og eins og leikmenn horfðu ekki á markið. Vörnin hins vegar að standa sig vel lengst af leiknum þar sem þurfti að sýna þolinmæði. Markvarslan hefur einnig oft verið betri en í dag. Í það heila góður baráttu sigur í erfiðum leik gegn Íslandsmeisturunum.
Guðrún Ósk varði 14 skot í markinu og mörk FRAM skiptust svona, Steinunn 7, Ragnheiður 4, Hildur 3, Hekla 2, Sigurbjörg 2, Marthe 1, Hulda 1.
Góð tvö stig í dag og við enn á toppnum. Næsti leikur verður hins vegar svakalegur, gegn Val að Hlíðarenda eftir slétta viku.
Áfram Fram