fbpx
vefur

Seiglu sigur í Safamýri

arnar-birkirEftir glæstan sigur stelpnanna á sterku liði Gróttu mættu drengirnir ákveðnir til leiks gegn Akureyri.
Fyrstu mínútur voru frekar stirðar, liðin gerðu mikið af mistökum varnarlega og mikið skorað. Strax eftir 15 mín. leik var staðan 8 – 7 okkar mönnum í vil en hvorugt lið að taka frumkvæði.
Þá tóku okkar menn af skarið, Viktor Gísli byrjaði að verja aðeins í rammanum og Arnar Birkir, Þorsteinn Gauti og Siggi að finna sig ágætlega fyrir utan. Okkar menn þrátt fyrir svolitla óheppni sóknarlega og nokkra tapaða bolta náðu strákarnir  í þriggja marka forskot, staðan 15 – 12 yfir í hálfleik. Siggi Þorsteins og Bjartur að vinna ágætlega í vörninni þrátt fyrir markaleik
Í stað þess að taka af skarið strax í byrjun seinni hálfleiks, lentu okkar menn í vandræðum og Karolis Stropus hjá Akureyri dró vagninn fyrir sína menn. Þorsteinn Gauti sem var okkar besti maður í leiknum og með smá hjálp frá Elíasi Bóassyni sem var með frábæra nýtingu í hægra horninu náðum við að halda frumkvæðinu og eftir 15 mín. í seinni hálfleik höfðum við ennþá þriggja marka forskot 22- 19.
Það var ekki fyrr en undir leikslok sem við sofnuðum aðeins á verðinum í stöðunni 26 – 22 og staðan þegar aðeins 5 mínútur voru til leiksloka 27 – 25. Þá náðum við að rétta aftur úr kútnum og náðum aftur forystu í leiknum, staðan  29 – 25 og menn aðeins byrjaðir að fagna þegar stutt var til leiksloka. Baráttuglaðir Akureyringar komu til baka og gerðu lokamínúturnar æsispennandi. Við vorum óheppnir að missa 2 leikmenn útaf þegar lítið var eftir. Arnar Birkir Hálfdánsson klaufskur að kasta boltanum upp í stúku þegar Akureyringar tóku leikhlé og hlaut rautt spjald fyrir. Okkar menn héldu þó haus og komust Akureyringar ekki nær en 29 – 28 sem var lokastaðan.

Arnar Birkir Hálfdánarson kom til pistlahöfunds og vildi árétta að honum þætti mjög miður að hafa kastað boltanum í átt að áhorfendum en hafði hann misskilið flautið og haldið að leiknum væri lokið og kastað boltanum í fagnaðarskyni eins og fór. Biður hann því alla áhorfendur leiksins, fyrst og fremst stuðningsmenn Akureyrar, afsökunar á framferði sínu.
Góður sigur hjá okkar mönnum og margir að spila ágætlega þó svo að varnarleikurinn hafi ekki verið alveg nógu góður, Þorsteinn Gauti okkar besti maður í dag en góð barátta og liðsheild sem skóp þennan seiglu sigur.

Næsti leikur er á fimmtudag gegn FH í Krikanum, hvetjum FRAMara til að fjölmenna og styðja drengina.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!