fbpx
axel-freyr-1

Axel Freyr á reynslu hjá Lokeren

Axel Freyr Harðarson, sextán ára knattspyrnumaður úr Fram, er mættur til æfinga hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu Lokeren og verður þar til reynslu í vikutíma. Þar æfir hann með varaliði félagsins.
Axel Freyr, sem er miðjumaður að upplagi, var fastamaður í A-liði 2. flokks Fram í sumar á sínu fyrsta ári með flokknum. Þá hefur Axel Freyr æft alla jafnan með meistaraflokki Fram og verið í leikmannahópi fimm sinnum á nýliðnu tímabili. Hann á að baki einn leik með Fram í Inkasso deildinni í sumar.

Við óskum Axel Frey góðs gengis hjá Lokeren.

axel-freyr-lokeren

axel-freyr

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0