Axel Freyr Harðarson, sextán ára knattspyrnumaður úr Fram, er mættur til æfinga hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu Lokeren og verður þar til reynslu í vikutíma. Þar æfir hann með varaliði félagsins.
Axel Freyr, sem er miðjumaður að upplagi, var fastamaður í A-liði 2. flokks Fram í sumar á sínu fyrsta ári með flokknum. Þá hefur Axel Freyr æft alla jafnan með meistaraflokki Fram og verið í leikmannahópi fimm sinnum á nýliðnu tímabili. Hann á að baki einn leik með Fram í Inkasso deildinni í sumar.
Við óskum Axel Frey góðs gengis hjá Lokeren.