fbpx
arnar-birkir-gegn-throtti

Döpur byrjun kostaði sigur í Kaplakrika

img_4570Okkar menn mættu til leiks í Kaplakrika gegn spræku liði FH í kvöld.
Leikurinn fór heldur betur illa af stað fyrir strákana okkar, sóknarleikurinn stirður, vörnin ekki að smella og okkar menn virtust hreinlega ekki mættir til leiks. FH-ingar komust í 4:0 strax í upphafi og við miklum vandræðum bæði sóknarlega og varnarlega. Héldu FH-ingar forskotinu þangað til á rúmlega 20. mínútu, staðan þá 12:6 FH í vil en þá kviknaði aðeins á okkar mönnum og með smá hjálp frá Viktori í markinu og seiglu Valdimars á línunni og betri skotnýtingu annarra leikmanna náðum við að rétta af kútinn og staðan 15:13 í hálfleik.
Strákarnir hálf vankaðir í fyrri hálfleik. Rosalega döpur byrjun gerði það að verkum að mikil orka fór í að vinna upp forskot FH-inga.
Í seinni hálfleik mættu strákarnir mikið betur stemmdir og um miðbik seinni hálfleiks náðum við að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum 19:20. Siggi að spila vel varnarlega og Viktor að taka nokkra bolta fyrir aftan sem fyrr.
Okkar menn héldu svo uppteknum hætti, komumst m.a. 3 mörkum yfir á kafla, þar til á 57. mínútu, staðan þá 27:28, snerust hlutirnir okkur í óhag, slæmar ákvarðanir, tapaðir boltar og byrjun leiksins kom svolítið í bakið á okkur. Á þessum tímapunkti hefðum við átt að vera búnir að komast nokkrum mörkum yfir löngu búnir að klára leikinn en FH-ingar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og ekkert smá súrt tap, 29:28, staðreynd.
Vert er að minnast á að Þorgeir Bjarki spilaði frábæran leik og var með alveg hreint ótrúlega nýtingu í hægra horninu og að skora úr nánast öllum sínum færum. Aðrir leikmenn voru undir pari í dag, svo er víst.
Leikmenn þurfa núna að hrista af sér slénið og mæta dýrvitlausir í næsta leik frá fyrstu mínútu en hann verður gegn Fjölni í Dalhúsum, kl. 14:00 í Coca-Cola Bikarnum. Sjáumst þá.

Áfram FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!