fbpx
Steinunn gegn ibv vefur

Öruggur FRAM sigur að Hlíðarenda í Olísdeild kvenna

ragnheiður gegn ÍIBVÍ dag héldu Framstúlkur að Hlíðarenda til að etja kappi við Valsstúlkur. Fram í efsta sæti OLÍS deildarinnar fyrir leikinn og Valur þar ekki langt á eftir.  Ef taka skyldi mið af leikjum þessara liða undanfarin ár þá mátti búast við erfiðum leik fyrir Fram.
Fram byrjaði af miklum krafti og skoruðu fyrstu mörkin og voru komnar 6 – 1 yfir eftir um 10 mínútna leik. Það sem eftir lifði hálfleiksins náði Valur heldur að minnka muninn og staðan í hálfleik var 12 – 9 Fram í vil.  Búinn að vera mjög góður hálfleikur.  Frábær vörn og Guðrún að verja mjög vel í markinu.
Valur kom með krafti út úr hléinu og náði að minnka muninn í 2 mörk en þá small vörn Fram aftur saman og Fram jók muninn strax í 5 mörk eftir um 10 mínútur í seinni hálfleik.  Eftir því sem leið á leikinn þá jók Fram muninn sem varð mestur 8 eða 9 mörk.  Undir lokin náði Valur aðeins að minnka muninn en náði þó aldrei að ógna sigri Fram og leiknum lauk með 7 marka sigri Fram 26 – 19.
Frábær varnarleikur lagði grunninn að þessum góða sigri í dag og stórbrotin markvarsla Guðrúnar Óskar í markinu.  Vörnin varði ein 10 skot í leiknum og Guðrún Ósk var þar fyrir aftan og varði ein 22 skot í leiknum sem er frábært.  Þar af varði hún örugglega 6 – 8 skot frá Val úr dauðafærum maður á móti manni af 6 metrum.
Sóknarlega var liðið einnig að spila mjög vel.  Ragnheiður að skjóta vel sérstaklega í seinni hálfleik.  Hildur að skora mjög góð mörk ásamt því að hún og aðrir leikmenn dældu boltum inn á Steinunni á línunni sem nýtti færin sín mjög vel.
En eins og áður var þetta frábær sigur hjá mjög flottu liði í dag.  Allir að berjast fyrir liðið alveg sama hvort það voru þær sem byrjuðu inná eða komu inn af bekknum.
Mörk Fram í dag skoruðu Ragnheiður 7, Steinunn 6, Hildur 3, Hulda 3, Marthe 2, Ragnheiður 2, Sigurbjörg 2 og Elva 1.

Næsti leikur er heimaleikur víð ÍBV eftir viku

Áfram Fram

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!