Knattspyrnudeild Fram og Dino Gavric hafa náð samkomulagi um framlengingu á samningi leikmannsins til næstu tveggja ára. Gavric er 27 ára og fæddur í Króatíu. Hann lék 18 leiki í Inkasso-deildinni í sumar og skoraði 3 mörk auk þess að leika 3 leiki í Borgunarbikarnum.
Gavric er miðvörður og var einn besti leikmaður liðsins í sumar. Hann er mjög ánægður á Íslandi og líður vel hér. Það var að hans frumkvæði að samið var til tveggja ára en ekki eins árs líkt og oft tíðkast með útlenda leikmenn sem hingað koma.
Þjálfari Fram Ásmundur Arnarsson og knattspyrnudeild lýsa yfir mikilli ánægju með samninginn við þennan mjög svo geðþekka króata, “Auk þess að vera frábær leikmaður þá er Dino reynslumikill og sterkur karakter sem hjálpar liðinu að ná lengra og það er ekki síður þess vegna sem það er félaginu dýrmætt að tryggja sér krafta hans næstu tvö árin,” sagði Ásmundur Arnarsson um Dino Gavric.
Knattspyrnudeild Fram
Ljósmynd fótbolti.net