fbpx
Ivan Bubalo vefur

Bubalo áfram með FRAM

 

img_3937Knattspyrnudeild Fram og Ivan Bubalo hafa náð samkomulagi um að leikmaðurinn leiki með Fram á næstu leiktíð.  Samningurinn er til eins árs með möguleika á framlengingu.  Ivan Bubalo er 26 ára framherji og lék 21 leik í Inkasso-deildinni í sumar og skoraði 9 mörk. Hann var markahæsti leikmaður liðsins en auk þessa lék hann 3 leiki í Borgunarbikarnum og skoraði 1 mark.

Knattspyrnudeild Fram og Ásmundur Arnarsson þjálfari lýsa yfir mikilli ánægju með að ná að tryggja sér krafta þessa öfluga króata á næstu leiktíð, “Ivan Bubalo er mikill markaskorari og kom til okkar stuttu fyrir mót í sumar.  Það tók hann nokkurn tíma að aðlagast en hann var vaxandi þegar á leið. Við gerum okkur vonir um að hann haldi áfram að bæta sig sem leikmaður og nýtist enn betur á næstu leiktið, “sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fram.

Knattspyrnudeild Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!