fbpx
valtyr-vefur

Glæsilegur FRAM sigur á Stjörnunni í Olísdeild karla

img_4636img_4648Strákarnir okkar í handboltanum fengu Stjörnuna i heimsókn í Safamýrina í kvöld. Það var ágætlega mætt á leikinn, okkar sauðtryggu stuðningsmenn mæta alltaf og sérlega gaman að sjá fleiri og fleiri bætast við Grafarholti og Úlfarsárdal, vel gert FRAMarar.  Strákarnir mæta alltaf þó það hafi örugglega verið erfitt fyrir þá og fleiri  að fylgjast með Garðari og Stefáni Darra í Stjörnutreyjunni  í kvöld.
Leikurinn byrjaði ágætlega,  kraftur í okkar mönnum, greinilegt að þeir hafa mikið sjálfstraust þessa dagana, maður hrífst með drengjum og það er gaman að horfa á þessa stráka spila handbolta.
Við tókum strax frumkvæðið en leikurinn jafn, staðan eftir 10 mín. 4-3.  Leikurinn var svo  í jafnvægi ,við vorum að setja mjög góð mörk, stóðum vörnina ágætlega en vorum að fara illa með góð færi , áttum að ná forskoti á þessu kafla, staðan eftir 20 mín. 10-10. Valtýr kom svo  í markið og það breytti leiknum fyrir okkur ásamt því að við fórum að nýta færin betur.  Við náðum góðum kafla undir lok hálfleiksins sem við spiluðm mjög vel allir sem einn. Kláruðum hálfleikinn með stæl, staðan í hálfleik 17-13. Við að spila síðari hlutann gríðarlega vel.  Valtýr flottur, vörnin vann betur og það skiptir sköpum í handbolta.
Við byrjuðum síðari hálfleik eins og sá sem valdið hefur og keyrðum yfir Stjörnuna. Bættum jafnt og þétt við mörkum á meðan vörn og markvarsla var í góðu lagi, staðan eftir 40 mín. 23-16. Gríðarlega flott byrjun hjá okkar strákum.  Við litum svo ekki um öxl eftir þetta, spiluðum af krafti bæði í vörn og sókn, náðum mest 9 marka forrustu, settum mörk úr öllum stöðum og skemmtum okkur konunglega. Staðan eftir 50 mín. 29-20.  Ljóst að afgreiðsla á þessum leik var í okkar höndum, við vorum pínu kærulausir undir lokin og hefðum átt að gera betur. Lokatölur í kvöld 31-27, við gáfum þeim  t.d  tvo mörk í síðustu mínútu leiksins sem var óþarfi.  „Strákar það þarf að hugsa um markatöluna“ sagðir góður þjálfari hér um árið, hver man eftir honum ? Hann hafði oft rétt fyrir sér.
Frábær leikur hjá strákunum í kvöld mjög margir að spila vel, Valtýr góður, Arnar Birkir spilað vel og átti margar góðar sendingar inn á línu þar sem hann fann Valda.  Elías var með góða innkomu en þessi leikur verður að skrifast á allt liðið sem var að spila vel , allir á tánum og lögðu allt í verkefnið.  Ekki frá því ég hafi séð smá geðveiki í mannskapnum í kvöld.  Vel gert drengir.
Næsti leikur er eftir sléttar tvær vikur á heimavelli gegn Gróttu. Nú kemur landsleikja hlé og þá gefst liðinu góður tími til að æfa vel og hvíla aðeins fyrir næstu umferð Íslandsmótsins.  Sjáumst eftir tvær vikur, þið verðið að mæta.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!