Við FRAMarar héldum í dag annan súpufund vetrarins. Mætingin í dag var gríðarlega góð mikil fjölgun frá því síðast en okkur telst til að það hafi verið 75 menn og konur sem gæddu sér á þessari líka fínu súpu. Svakalega góð súpa í dag.
Það er alltaf gaman að sjá alla þessa FRAMara á öllum aldri rifja upp gamla daga, ræða málefni dagsins og ekki síst kosningarnar á morgun.
Það er von okkar að sjá alla þá sem komu í dag og enn fleiri þegar við höldum næsta fund sem verður föstudaginn 25. nóvember 2016.
Hvetjum alla FRAMara til að mæta og hjálpa okkur að láta fleiri vita af þessari velheppnuðu uppákomu.
Takk fyrir samveruna í dag.
ÁFRAM FRAM