fbpx
hedrun-loa-framari-med-bla-hjalminn-ad-keppa-i-sparring-vefur

Fyrsta bikarmót vetrarsins í Taekwondo

viktoria-og-michelle-ad-keppa-i-sparring-a-paskamoti-fram-2016-003keppendur-i-fullordinsflokki-fra-fram-i-poomsae-003Fyrsta bikarmót vetrarins á vegum Taekwondosambands Íslands verður haldið fyrstu helgina í nóvember í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ. Taekwondo deild Fram mun að sjálfsögðu taka þátt í þessu móti og gaman væri að fá sem flesta frá félaginu til að horfa á. Þetta er hefðbundið bikarmót þar sem keppt verður í öllum aldurs- og getu flokkum, bæði í sparring og poomsae. Sparring er bardagahluti íþróttarinnar þar sem keppendur berjast á móti hvor öðrum í viðeigandi hlífðarfatnaði og reyna að skora sem flest stig. Poomsae er tæknilegi hlutinn þar sem keppendur gera fyrirfram ákveðna æfingu sem endurspeglar vald á hreyfingum, kraft, liðleika og öryggi. Þessi tækniform miðast við beltagráðu og sigrar sá keppandi sem hlýtur hæstu samanlögðu einkunn fyrir nákvæmni og framkvæmd.

Hingað til hefur taekwondo deild Fram lagt megin áherslu á sparring en áherslan á poomsae hefur aukist undanfarið vegna vaxandi áhuga iðkenda. Félagið átti m.a keppendur í poomsae á öllum bikarmótum síðasta keppnistímabils og unnu þeir til verðlauna á þeim öllum. Á Íslandsmeistaramótinu í poomsae fyrr í þessum mánuði átti félagið tvo keppendur og nú hefur félagið eignast sinn fyrsta landsliðsmann í poomsae, Guðmund Pascaal Erlendsson, sem reyndar hefur einnig verið valinn í landsliðshópinn í sparring.

Deildin vonast eftir góðri þátttöku á komandi bikarmóti og er eitt megin markmiðið í vetur að fjölga enn frekar keppendum í tækni og skapa félaginu fastan sess á verlaunapalli í þessum hluta íþróttarinnar. Keppendur í sparring hafa yfirleitt átt góðu gengi að fagna á þessum mótum og er engin ástæða að ætla annað að þessu sinni.

Að lokum má geta þess að taekwondo er fyrir alla. Það er enginn of gamall eða í of lélegu formi til að byrja að æfa þessa hressandi og skemmtilegu íþrótt.
Æfingar eru í Ingunnarskóla á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 18-20 og laugardögum kl. 12-13. Það er um að gera að mæta og prófa.

Taekvondodeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!