fbpx
steinunn-gegn-grottu

Góður sigur á heimavelli í Olísdeild kvenna

ragnheidur-gegn-grottuStelpurnar okkar í handboltanum mættu ÍBV á heimavelli í Olísdeild kvenna í dag.  Það var vel mætt eins og venjulega, ferlega ánægður með hvað okkar fólk er duglegt að mæta á leikina okkar í handboltanum.
Við mættum svo sem láta meira í okkur heyra, þurfum að laga það.
Leikurinn í dag var nokkuð góður, fyrri hálfleikur góður en sá síðari ágætur. Við byrjuðum leikinn vel, liðið að spila ágæta vörn en sóknarlega vorum við smá tíma í gang.  Staðan eftir 15 mín. 5-5.  Þá kom mjög góður kafli hjá okkar stelpum, við lokuðum vörninn algjörlega og bættum jafnt og þétt við mörkum. Staðan í hálfleik 11-6.  Við áttum að vera með meira forskot eftir þennan hálfleik, við fórum ekki nógu vel með okkar færi og vorum klaufar að gera ekki betur. Svo sem ekkert hægt að kvarta yfir þessum hálfleik hann var góður og þá sérstaklega varnarlega.
Síðari hálfleikur byrjaði ágætlega, við héldum sjó bæði sóknar og varnarlega, staðan eftir 40 mín.  15-9. Leikurinn algjörlega í okkar höndum.  Við slökuðum svo aðeins á og hleyptum ÍBV stelpum inn í leikinn, mér fannst það óþarfi og skrifast bara á okkur ekki að andstæðingurinn færi eitthvað að spila betur.   Staðan eftir 50 mín. 16-13.  ÍBV náði svo að minnka muninn í eitt mark en lengra komust þær aldrei, þær fengu aldrei möguleika á því að jafna og við náðum að landa góðum þriggja marka sigri. Lokatölur 20-17.  Við áttum engan stjörnuleik í dag, varnarlega vorum við góðar að mestu, markvarslan á pari en sóknarlega getum við gert betur og nýtt okkar fínu færi mun betur en við gerðum í dag.
Flottur og mikilvægur sigur í dag, vel gert stelpur.
Næsti leikur er eftir viku á heimavelli gegn Selfoss, sjáumst á laugardag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!