Knattspyrnudeild Fram og Ólafur Brynjólfsson hafa náð samkomulagi um að Ólafur verði aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fram í knattspyrnu á næstu leiktíð. Ólafur, sem verður hægri hönd Ásmundar Arnarssonar þjálfara, er 41 árs gamall.
Hann er í sambúð með Ólafíu Björg Másdóttur og eiga þau tvö börn, Brynjólf Má,13 ára og Regínu Sögu, 12 ára.
Síðustu tvö ár var Ólafur aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val í Pepsídeildinni og árin tvö þar á undan með meistaraflokk karla hjá Gróttu.
Fleiri félög en Fram voru að reyna að ná í þennan hæfa þjálfara til sín en Ólafur ákvað að taka slaginn með Fram.
Það er ánægjuefni fyrir okkur Framara að fá Ólaf til starfa hjá okkur.
Knattspyrnudeild Fram
Ljósmynd fótbolti.net