fbpx
hekla-gegn-grottu-vefur

Góður sigur gegn spræku liði Selfoss í Olísdeild kvenna

ragnheidur-gegn-grottuSebastian Alexanderson kom í gær í heimsókn með Selfossliðið sitt til þess að etja kappi við FRAM í Olísdeild kvenna.
FRAM náði forustu í upphafi en Selfoss jafnaði fljótlega og staðan eftir 10 mínútna leik 4 – 4.  FRAM hafði þó forustu það sem lifði fyrri hálfleiks en hún var þó aldrei mikil.  Hálfleiks tölur 12 – 10.
Selfoss byrjaði af miklum krafti í seinni hálfleik og staðan var jöfn 15 – 15 eftir um 40 mínútur. FRAM náði þá aðeins að slíta sig frá Selfoss liðinu, þó að það væri aldrei neitt öruggt fyrr en rétt í lokinn.  Lokatölur urðu  25 – 23, góður sigur hjá okkar stúlkum.
Eins og oft áður í vetur þá var FRAM að spila mjög góða vörn í leiknum og áttu Selfoss stúlkur oft erfitt á móti henni. Það vantaði samt stundum smá þolinmæði og Selfoss skoraði þegar hendin var kominn upp hjá dómurum. Sóknarleikurinn var almennt að ganga vel og mörk komu úr öllum stöðum á vellinum.  Það er helst að við þurfum að vanda okkur aðeins betur í skotunum úr færunum sem við fáum.  Við erum að láta markmenn andstæðingana verja of mikið.

Guðrún var að venju traust í markinu með 15 bolta varða. Mörk FRAM skoruðu Ragnheiður 9, Steinunn 6, Hekla 2, Marthe 2, Rebekka 2, Sigurbjörg 2, Elva 1, og Hulda 1.

Góður sigur gegn mjög spræku liði Selfoss.

Næsti leikur er strax á þriðjudaginn gegn Val að  Hlíðarenda í  Coka Cola  bikarnum. Þar þarf FRAM stuðning þinn.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!