Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Val að Hlíðarenda í Coca Cola bikarnum í kvöld, alvöru Reykjavíkur slagur. Það var ekki vel mætt á leikinn en ég er stoltur af okkar fólk sem lét vel í sér heyra þessi stuðningur skipti sköpum í kvöld, fullyrði það.
Leikurinn var eins og við var að búast, hörkuleikur frá upphafi til enda. Við byrjuðum vel í kvöld og tókum strax frumkvæðið í leiknum, stóðum vörnina vel og sóknarlega settum við góð mörk, staðan eftir 10 mín 2-5. Við vorum svo klaufar næstu 10 mín. sofnuðum á verðinum varnarlega og klaufar í sókn. Staðan eftir 20 mín. 7-8. Leikurinn var svo jafn og spennandi það sem eftir lifði hálfleiksins, við með frumkvæðið en náðum ekki okkar besta leik, varnarlega ekki að vinna nógu vel, sóknarleikurinn gloppóttur en Guðrún frábær í markinu. Staðan í hálfleik 12-12. Það verður að segjast eins og er að Guðrún sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik, hún var virkilega góð.
Ljóst að við þyrftum að bæta okkur ef við ættum að vinna leikinn, leikurinn samt skemmtilegur og spennandi fyrir okkur sem vorum að horfa.
Síðari hálfleikur byrjaði erfiðlega, okkar sóknarleikur ekki góður en vörn og markvarslan í góðu lagi. Ekkert skorað og staðan eftir 40 mín. 14-13. Við vorum ekki að finna lausnir sóknarlega, vorum að taka vond og erfið skot ásamt því að vera mjög fyrirsjáanlegar. Í stöðunni 15-15 kom algjör vendi punktur í leiknum, við urðum tveimur færrii eftir glórulausan dóm en Guðrún Ósk sá til þess að við komust á núlli frá þeim kafla með frábærum vörslum sem mér fannst kveikja í okkar liði. Við tókum frumkvæðið aftur og náðum að setja góð mörk ásamt því að standa vörnina vel. Staðan eftir 50 mín. 17-19. Við bættum svo í og náðum fljótlega 4 mark forrustu sem lagði grunninn að góðum sigri í kvöld. Stelpurnar kláruðu þennan leik með stæl og lokatölur 20-23.
Frábær sigur á erfiðum útivelli gegn góðu liði og sæti í 8 liða úrslitum tryggt. Guðrún Ósk var hreinlega frábær í kvöld, sennilega með um 60 % markvörslu og hún vann þennan leik fyrir okkur. Gríðarlega mikilvægt að fá góða markvörslu í svona spennu leikjum og hún skildi á milli í dag, glæsilegt Guðrún. Varnarleikur okkar var oft góður, en eins og við dettum út á kvöflum, við klárum stundum ekki að brjóta og fá á okkur algjör óþarfa mörk eftir annars ágæta varnarvinnu. Eitthvað sem við getum klárlega lagað, það vantar þetta drápseðli í okkur sem pirraði mig, við eigum að brjóta til enda og vera pínu fautar, stelpur það má vera pínu vondur í handbolta. Sóknarlega vorum við mjög köflóttar, allt frá því að vera flottar í það að vera vandræðalegar. Sigurinn var samt stórgóður og sanngjarn. Stelpurnar gáfust aldrei upp og það var algjörlega til fyrirmyndar, vel gert stelpur. Dómarar leiksins fá ekki hrós frá mér fyrir þennan leik, þeir gerðu mikið af misstökum að mér fannst og ósamræmi í þeirra dómum sem er frekar óvenjulegt fyrir þessa tvo.
Næsti leikur er á laugardag gegn Stjörnunni á útivelli sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM